Viðskipti innlent

Vilja setja krónuna strax á flot

Hagfræðingar vara við þeim áformum stjórnvalda að nota væntanleg gjaldeyrislán til að styrkja gengi krónunnar. Vænlegra væri að setja hana strax á flot og að ef til vill sé lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum óþarft.

Það eru þeir Daði Már Kristófersson sérfræðingur á Hagfræðistofnun, Jón Daníelsson dósent við London School of Ecenomics og og Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands sem setja þetta fram í sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í dag.. Áðurnefnd áform stjónrvalda koma fram í yfirlýsingu stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þremenningarnir telja hinsvegar hagkvæmast fyrir þjóðina á þessu stigi að hætta nú þegar að reyna að stýra gegni krónunnar.

Þeir benda á að gjaldeyrismarkaður fyrir krónuna hafi myndast á ný í útlöndum og þar fari gengi hennar hækkandi, en innanlands fari gengi hennar lækkandi þannig að það styttist í sjálfkrafa jafnvægi þarna á milli og raungengi sé í augsýn, án íhlutunar stjórnvalda. Í ljósi þessa segjast þeir reyndar efast um að raunveruleg efnahagsleg þörf sé fyrir þetta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×