Viðskipti innlent

Seðlabankinn á að hætta að niðurgreiða gjaldeyri fyrir útlendinga

Seðlabanki Íslands á að hætta að niðurgreiða gjaldeyri fyrir útlendinga eins og hann gerir nú og gefa gengi krónunnar frjálst. Þetta er hagkvæmast fyrir þjóðina í núverandi stöðu.

Framangreint er mat þriggja sérfræðinga sem skrifa grein um málið í Morgunblaðinu í dag. Þeir eru Daði Már Kristófersson sérfræðingur á Hagfræðistofnun, Jón Daníelsson dósent við London School of Economics og Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Íslands.

Þremenningarnir vara við því að ætla að nota gjaldeyrisforða Seðlabankans, og þar með þau erlendu lán sem landið er um það bil að fá, til þess að halda uppi gengi krónunnar. Slíkt komi engum til góða nema spákaupmönnum.

"Miklu ódýrari og efnahagslega skynsamlegri leið er að opna gjaldeyrismarkað að nýju og leyfa krónunni að falla eins og nauðsynlegt er þar til að jafnvægi næst milli framboðs og eftirspurnar," segja þremenningarnir í grein sinni.

Þeir benda á að mikill afgangur á viðskiptajöfnuði sem framundan er auki líkur á að gengi krónunnar muni hækka á ný innan tiltölulega skamms tíma frá því að hún verður sett á flot aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×