Viðskipti innlent

Skilanefnd Landsbankans fundar með kröfuhöfum

Skilanefnd Landsbankans hefur haldið fyrsta fund sinn með fulltrúum kröfuhafa í þrotabú bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar, hefur sent frá sér.

Á fundinum sem haldinn var í dag var rætt um aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir starfsemi bankans. Jafnframt var kröfuhöfum gerð grein fyrir störfum skilanefndarinnar sem miðað hafa að því að verja hagsmuni kröfuhafa og ná sem mestu verðmæti út úr eigum þrotabúsins.

Jafnfram komu fram tillögur frá kröfuhafahópnum og verður þeim komið á framfæri við Fjármálaeftirlitið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×