Viðskipti innlent

Gæti verið jákvætt ef útlendingar eignuðust Kaupþing

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.

„Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um það hvernig hægt er að koma Kaupþingi fyrir í framtíðinni. Það gæti meðal annars haft jákvæð áhrif á það hvernig innflæði fjármagns og fjármögnun Kaupþings væri ef að eigandinn væri útlendur," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um að FIH bankinn eignist mögulega hlut í Kaupþingi.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að hugmyndir séu um að danski bankinn FIH yfirtaki Kaupþing og mögulega einhverjar eignir úr búi gamla bankans með þátttöku erlendra kröfuhafa bankans. Þá hafi hópur erlendra fjárfesta þegar lýst yfir vilja til þess að koma að eignarhaldi í nýju bönkunum með þvi´að breyta skuldum í hlutafé að einhverju leyti.

„Við þurfum á því að halda að þeir komist sem fyrst i það form sem við getum sagt að sé varanlegt og sé trúverðugt og traustvekjandi gagnvart lánadrottnum," segir Árni um stöðu ríkisbankanna. Hann bendir á að viðræður hafi verið í gangi við lánadrottna um þeirra stöðu en engin niðurstaða sé komin í það mál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×