Fleiri fréttir

Vöruskipti áfram neikvæð

Vöruskipti við útlönd í ágúst reyndust neikvæð um 3,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fluttar voru út vörur fyrir rúman 31 milljarð en inn fyrir nærri 35 milljarða.

Alfesca skilar góðu uppgjöri

Alfesca hagnaðist um 3,5 milljónir evra, jafnvirði 429 milljóna íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi, sem er sá fjórði í bókum félagsins. Þetta er svo til óbreytt staða frá því fyrir ári. Hagnaðurinn á árinu öllu nam 28,6 milljónum evra sem er 27,6 prósenta aukning á milli ára.

Íslendingahótel í Danmörku gjaldþrota

Sam Hotels í Nyköbing í Danmörku var í dag lýst gjaldþrota. Hótelið var í eigu íslendingsins Sigtryggs Magnússonar. Það hafði staðið höllum fæti um nokkurt skeið, og var við það að vera tekið til gjaldþrotaskipta fyrr í sumar vegna vangoldinna skatta.

Bakkavör komið í vaxtargírinn

Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Fyrirtækið er þeim bræðrum Ágústi og Lýði Guðmundssonum svo hjartfólgið að frekar selur Exista eignir en horfa upp á eignarhlut sinn í Bakkavör þynnast. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins,í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag.

Haldið verði áfram á sömu braut

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist ánægður með þær fréttir sem bárust af Alþingi í dag að ríkissjóður væri að ganga gjaldeyrisláni upp á rúma þrjátíu milljarða. Hann segir þetta mjög gott skref í rétta átt og nú sé brýnt að halda áfram á sömu braut.

Nokkur hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 3,49 prósent í enda viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Félagið tók sprett á fyrstu mínútum dagsins. Á hæla Existu fylgdi gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri, sem fór upp um 2,48 prósent. Þá hækkaði gengi Bakkavarar um 2,3 prósent.

Ekki rétt að ríkisstjórnin hafi setið með hendur í skauti

Greiningardeild Glitns segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar um aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum orðum aukna. Í Morgunkorni Glitnis er minnt á að Alþingi komi saman til fundar í dag þar sem efnahagsmálin verði rædd.

Novator að selja Play?

Norræni símarisinn TeliaSonera á í viðræðum við Novator um að kaupa hlut þess síðarnefnda í pólska farsímafyrirtækinu Play. Frá þessu greinir á fréttavef Reuters og vitnað í pólska dagblaðið Pulz Biznesu. Dagblaðið, sem vitnar í ónafngreinda heimildarmenn segja viðræður enn á frumstigi og að stjórnendur Play hafi enn ekkert fengið að vita.

Exista tekur fram úr öðrum í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um rétt rúm fjögur prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag í þrettán viðskiptum upp á rúma 63 milljónir króna. Þetta er talsvert yfir annarri hækkun á markaði í dag.

Alfesca skilar góðu uppgjöri

Alfesca skilaði góðri afkomu á fjárhagsárinu 2007-8 en hagnaður þess tímabils nam 3,5 milljörðum kr. og jókst frá fyrra ári um 28%.

Færeyingarnir tóku daginn

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 2,74 prósent í Kauphöllinni í dag. Fast á hæla þess var gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hækkaði um 2,43 prósent. Talsvert á hæla þeirra var gengi bréfa í Alfesca, sem hækkaði um rétt rúmt prósent. Að öðru leyti einkenndi lækkun viðskiptadaginn á hlutabréfamarkaði.

Andrés stofnar almannatengslafyrirtæki

Nýtt almannatengslafyrirtæki hóf starfsemi nú um mánaðarmótin og hefur það hlotið nafnið Góð samskipti. Stofnandi er Andrés Jónsson.

Segir Orkuveituna öflugt félag með sterkan fjárhag

Nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir félagið öflugt og sterkt og fjárhag þess góðan þrátt fyrir gengisfall krónunnar á árinu. Ný stjórn kom saman til síns fyrsta fundar á föstudaginn var.

Sterling skipað að borga umdeild flugstjórnargjöld

Eurocontrol, sem hefur yfirumsjón með flugumferðarstjórn í Evrópu, hefur skipað Sterling Air að borga umdeilda skuld sína við dönsku flugöryggisþjónustuna Naviair eða eiga annars á hættu að flugvélar félagsins verði kyrrsettar.

Veltan á íbúðamarkaðinum 70% minni en í fyrra

Velta á íbúðamarkaði hefur dregist saman um 70% á milli ára. Í ágúst voru gerðir samtals 251 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði fyrir samtals 7,7 milljarða kr. en á sama tíma fyrir ári síðan voru kaupsamningar 830 talsins og veltan nam tæplega 25 milljörðum kr.

Össur og Bakkavör ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 1,1 prósent í upphafi viðskiptadagsins í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir Össuri fylgir Bakkavör, en gengi bréfa þess hefur hækkað um tæp 0,4 prósent. Önnur félög hafa ekki hækkað í verði.

Stoðir Invest: Með veð í öllum eignum Mortens Lund

Heimildir Vísis herma að Stoðir Invest vonist til að fá eitthvað af þeim fjórum milljörðum sem félagið lánaði Nyhedsavisen í útgáfutíð þess til baka í gegnum veð sem það á í öllum eignum Mortens Lund, stærsta hluthafa blaðsins.

Hlutabréf í Spron hækkuðu mest í dag

Við lok markaðar í dag kom í ljós að gengi hlutabréfa í Spron hækkaði um 2,86 prósent í Kauphöllinni sem var mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Atlantic Petroleum en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 1,49 prósent. Eimskipafélag Íslands hækkaði um 1,41 prósent og Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, hækkaði um 1,23 prósent.

Stoðir töpuðu 11,6 milljörðum eftir skatta

Stoðir, sem áður var FL Group, töpuðu 10,2 milljörðum króna fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi 2008. Tap eftir skatta nemur 11,6 milljörðum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að tapið sé að mestu tilkomið vegna fjármagnskostnaðar og lækkunar á markaðsverðmæti eignarhlutar félagsins í Glitni banka.

Afkoma RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2008

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðunnar var tap á tímabilinu 2.802 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 782 milljónir króna eða 21,4% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 944 milljónir króna.

Olís gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi

Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir í tilkynningunni.

Byr sektað um milljón á dag

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta sparisjóðinn Byr um eina milljón króna á dag vegna tafa á upplýsingum. Málið varðar tafir á gögnum sem eftirlitið óskaði eftir vegna rannsóknar á samruna Spron og Kaupþings.

Íbúðaverð lækkar um 4% yfir árið

Greiningadeild Glitnis spáir því að íbúðaverð muni lækka um 4% yfir þetta ár. Draga muni úr eftirspurn á íbúðamarkaði á næstu mánuðum vegna lánsfjárþurrðar, minnkandi kaupmáttar, versnandi stöðu á vinnumarkaði og væntinga um verðlækkanir íbúðarhúsnæðis.

Afkoma TM undir væntingum

Verulegur viðsnúningur varð á milli ára á afkomu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) á fyrri hluta ársins. Fyrirtækið tapaði 3,4 milljörðum króna samanborið við rúmlega 2,4 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 130 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra hagnaðist tryggingafyrirtækið um rúma 1,5 milljarða.

Rautt upphaf í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Glitni hefur lækkað um 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Þetta er mesta lækkun dagsins. Viðskipti eru hins vegar fá, um 42 í heildina. Á eftir Glitni fylgir Straumur, sem hefur lækkað um 0,76 prósent og gengi bréfa Landsbankans, sem hefur lækkað um 0,42 prósent.

Vöruskiptahallinn minnkar á milli ára

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 34 milljarða króna og inn fyrir tæpa 52 milljarða króna. Vöruskipthallinn var því tæpir 18 milljarðar króna. Í júlí í fyrra var hallinn tæpir sextán milljarðar króna.

Verulegur viðsnúningur hjá Sparisjóði Bolungarvíkur

Sparisjóður Bolungarvíkur tapaði 322 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 231 milljóna króna hagnað í fyrra. Sparisjóðurinn segir uppgjörið bera þess merki að aðstæður á hlutabréfamörkuðum hafi verið erfiðar.

Seðlabankann skortir sveiganleika

Greiningadeild Kaupþings segir að Seðlabanka Íslands skorti sveigjanleika. Mikilvægt sé fyrir bankann að hafa í huga að þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans séu 1,5%. Lykilatriði sé fyrir bankann að geta sýnt sveigjanleika án þess að glata trúverðugleika. það er einmitt það svigrúm sem þolmörkin eiga að gefa.

Færeyingarnir tóku daginn

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 4,61 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga. Gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,14 prósent þegar deginum lauk. Exista hækkaði um 1,43 prósent, Icelandair um 1,26 prósent og Glitnir um 0,33 prósent.

Viðsnúningur frá í morgun

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 4,61 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hefur hækkað um 4,15 prósent það sem af er dags. Þetta er jafnfram þriðji dagurinn sem gengi bréfa í félaginu tekur stökkið. Þá hefur Exista hækkað um tæp 1,7 prósent.

Viðskiptaráðherra kallar eftir upplýsingum um þróun olíuverðs

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Neytendastofu og Samkeppniseftirlitinu um þróun verðlags á olíumarkaði. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að þar á bæ hafi mönnum að undanförnu borist ábendingar frá samtökum neytenda og fleiri aðilum vegna þróunar á eldsneytisverði.

Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum

Glitnir spáir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið. Í fyrri spá bankans frá því síðla í síðasta mánuði reiknaði deildin með fimmtíu punkta lækkun stýrivaxta í nóvember.

Landsbankinn einn á uppleið

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,42 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphölllinni. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í dag.

Byr sparisjóður verður hf

Stofnfjáreigendur Byrs samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að veita stjórn heimild til að breyta rekstrarformi sparisjóðsins úr sjálfseignarstofnun (stofnfjársjóði) í hlutafélag. Heimildin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samkvæmt tilkynningu.

Sjá næstu 50 fréttir