Viðskipti innlent

Lántakan jákvæð að mati Greiningadeildar Landsbankans

Edda Rós Karlsdóttir.
Edda Rós Karlsdóttir.

Það er mjög jákvætt að ríkið hyggist taka um það bil 30 milljarða króna lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að mati Eddu Rós Karlsdóttur, forstöðumanns Greiningadeildar Landsbankans.

„Þetta er fínt mál. Við vitum auðvitað ekki nákvæmlega um kjörin eða lengd lánstímann, en eftir því sem forsætisráðherra segir er þetta töluvert undir því sem tryggingaálagið segir til um," segir Edda Rós í samtali við Vísi.

Skýrsla Geirs H. Haarde um efnahagsmál var til umræðu á Alþingi í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hygðist taka 250 milljóna evru, eða um 30 milljarða króna, lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans.

Geir tók fram að lánið byðist á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi tilefni til að ætla. Hann sagði að það sýndi hve skuldatryggingaálög í hinu alþjóðlega fjármálakerfi gætu verið fjarri raunveruleikanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×