Viðskipti innlent

Stoðir Invest: Með veð í öllum eignum Mortens Lund

Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest.
Þórdís Sigurðardóttir, forstjóri Stoða Invest.

Heimildir Vísis herma að Stoðir Invest vonist til að fá eitthvað af þeim fjórum milljörðum sem félagið lánaði Nyhedsavisen í útgáfutíð þess til baka í gegnum veð sem það á í öllum eignum Mortens Lund, stærsta hluthafa blaðsins.

Morten Lund keypti 51% hlut af Dagsbrún Media í Nyhedsavisen í janúar á þessu ári og jók síðan hlutinn í 85% í byrjun júlí. Stoðir Invest voru stærsti hluthafinn í Dagsbrún Media og átti eftir síðustu viðskipti 15% hlut.

Heimildir Vísis herma að Morten Lund hafi lagt fram veð í öllum sínum eignum til að fjármagna kaupin á bréfunum í Nyhedsavisen. Stoðir Invest munu nú, eftir að ljóst er að Nyhedavisen er gjaldþrota, ganga á þessi veð og sjá hversu mikið af þeim fjórum milljörðum sem félagið lánaði Nyhedsavisen það fær til baka.










Tengdar fréttir

Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Danskir netmiðlar greina frá því í kvöld að útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen, sem eitt sinn var í eigu Íslendinga, verði hætt. Starfsmönnum mun hafa verið tilkynnt þetta í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×