Viðskipti innlent

Hlutabréf í Spron hækkuðu mest í dag

Guðmundur Hauksson er forstjóri Spron.
Guðmundur Hauksson er forstjóri Spron.

Við lok markaðar í dag kom í ljós að gengi hlutabréfa í Spron hækkaði um 2,86 prósent í Kauphöllinni sem var mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir Atlantic Petroleum en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 1,49 prósent. Eimskipafélag Íslands hækkaði um 1,41 prósent og Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, hækkaði um 1,23 prósent.

Gengi hlutabréfa í Føroya Banki, Bakkavör og Marel Food hækkaði um innan við 1 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Exista um 2,56 prósent. Bréf Glitnis lækkaði um 1,95 prósent og hlutbréf í Straumi-Burðarás um 1,29 prósent.

Mest voru viðskiptim eð hlutabréf í Glitni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,61 prósent og stendur vísitalan í 4.207 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×