Viðskipti innlent

Afkoma RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2008

Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðunnar var tap á tímabilinu 2.802 milljónir króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 782 milljónir króna eða 21,4% af veltu tímabilsins. Handbært fé frá rekstri var 944 milljónir króna.

Samkvæmt efnahagsreikningi voru heildareignir 27.238 milljónir króna heildarskuldir 13.726 milljónum króna en eigið fé var 13.512 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 49,6%.

Afkoma RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2008 skýrist að verulegu leyti af miklum fjármagnskostnaði sem stafar af gengisfalli íslensku krónunnar og tapi Landsnets sem er hlutdeildarfélag RARIK. Rekstrartekjur hækka um tæp 5% frá sama tímabili 2007 en rekstrargjöld lækka um 3,5% fá árinu 2007 og er regluleg starfsemi fyrirtækisins í samræmi við áætlanir. Gera má ráð fyrir að rekstrargjöld síðari hluta ársins verði hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna kostnaðarhækkana í kjölfar aukinnar verðbólgu.

Unnið er að langtímalántöku vegna fjárfestinga sem lokið er við m.a. byggingu síðari áfanga Lagarfossvirkjunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×