Olís gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi 29. ágúst 2008 13:12 Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað," segir í tilkynningunni. Þá er bent á að gengisfall krónunnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Þessi kostnaðarauki mælist í slíkum stærðum að enginn atvinnurekstur getur staðið undir slíku án þess að það fari út í verðlag. Hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hefur magnað þessi áhrif enn frekar með stækkun efnahagsreiknings, aukningu skulda og hækkun dreifingarkostnaðar. Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félagsins í eldsneytisverði." Í tilkynningunni segir einnig að það sé „verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að ná böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka atvinnugreinum. Olíuverzlun Íslands hefur nú þegar veitt umboðsmanni neytenda allar þær upplýsingar um olíumarkaðinn sem hann hefur óskað eftir. Samkvæmt lögum er verðlagning í landinu frjáls, en verðlagning á olíuvörum verður að endurspegla raunkostnað á hverjum tíma. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá Olíuverzlun Íslands er nú 165,7 kr/ltr, en á sama tíma kostar bensínlíterinn í Danmörku 181 krónu, í Noregi kostar bensínlíterinn 207 krónur, í Bretlandi kostar bensínlíterinn 175 krónur og í Þýskalandi kostar bensínlíterinn 180 krónur." Að lokum segir að Olíuverzlun Íslands muni „hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að veita viðskiptavinum afburða þjónustu og samkeppnishæft verð." Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ólíuverzlun Íslands, Olís, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlit og Neytendastofu að þróun eldsneytisverðs verði könnuð hér á landi. Í því sambandi vill Olíuverzlun Íslands benda á „þá staðreynd að meðal annars vegna aðgerðaleysis stjórnvalda þá eru rekstrarskilyrði fyrir fjármagnsfrekan rekstur eins og sölu og dreifingu á olíuvörum þau verstu hér á landi í allri Evrópu og þótt víðar væri leitað," segir í tilkynningunni. Þá er bent á að gengisfall krónunnar um ríflega 30% og vaxtastig sem nálgast 20% hafi margfaldað fjármagnskostnað félagsins. „Þessi kostnaðarauki mælist í slíkum stærðum að enginn atvinnurekstur getur staðið undir slíku án þess að það fari út í verðlag. Hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hefur magnað þessi áhrif enn frekar með stækkun efnahagsreiknings, aukningu skulda og hækkun dreifingarkostnaðar. Það liggur fyrir að ríkið tekur tæpar 75 krónur í sinn hlut af hverjum seldum lítra á sama tíma og aukinn rekstrarkostnaður hefur étið upp hlutdeild félagsins í eldsneytisverði." Í tilkynningunni segir einnig að það sé „verðugt verkefni fyrir stjórnmálamenn að ná böndum á verðbólgu og vaxtastigi í landinu, en það verður ekki gert með því að ráðast með ómaklegum hætti að einstaka atvinnugreinum. Olíuverzlun Íslands hefur nú þegar veitt umboðsmanni neytenda allar þær upplýsingar um olíumarkaðinn sem hann hefur óskað eftir. Samkvæmt lögum er verðlagning í landinu frjáls, en verðlagning á olíuvörum verður að endurspegla raunkostnað á hverjum tíma. Algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá Olíuverzlun Íslands er nú 165,7 kr/ltr, en á sama tíma kostar bensínlíterinn í Danmörku 181 krónu, í Noregi kostar bensínlíterinn 207 krónur, í Bretlandi kostar bensínlíterinn 175 krónur og í Þýskalandi kostar bensínlíterinn 180 krónur." Að lokum segir að Olíuverzlun Íslands muni „hér eftir sem hingað til leggja sig fram um að veita viðskiptavinum afburða þjónustu og samkeppnishæft verð."
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira