Fleiri fréttir

Krónan óbreytt

Gengi krónunnar hefur haldist nær óbreytt frá í gær og stendur gengisvísitalan í 158,6 stigum.

Verðbólgan 14,5 prósent í ágúst

Verðbólgan í ágústmánuði mælist 14,5 prósent eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,9 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

Telur að botn­i sé náð

„Þetta er fínn tími til að fara inn, hvort sem botninum er þegar náð eða er skammt undan," segir Sigurður Bollason athafnamaður.

Samdrátturinn sést í sorpinu

„Minni losun sorps frá fyrirtækjum er vísbending um hvert stefnir í hagkerfinu," segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.

Exista kýs að greiða lánið

„Það var ákveðið fyrir nokkru að óska ekki eftir framlengingu á þeim hluta lánsins sem er á gjalddaga og nýta frekar sterka lausafjárstöðu félagsins til að greiða hann upp,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu. Skuldir Existu lækkuðu um einn milljarð evra á fyrri hluta árs.

Landvinningar í Kína

Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu.

Engin svör frá Samvinnutryggingum

„Við náðum ekki að klára þetta áður en menn fóru í sumarfrí,“ segir Kristinn Hallgrímsson, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Hann gerir ráð fyrir því að skilanefndin komi saman í september.

Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu

„Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum,“ segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation).

Engar samrunaviðræður

„Við erum að gæta varfærni, taka niður eignasafnið vegna markaðsaðstæðna og búa í haginn fyrir erfiðan vetur," segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs.

Væntingavísitalan áfram undir svartsýnismörkum

Væntingavísitala Gallup mældist 74,1 stig í ágúst og er því enn undir 100 stiga mörkunum sem skilja á milli bjartsýni og svartsýni. Þetta er lægsta gildi vísitölunnar sem mælst hefur í ágústmánuði en hún hækkar þó um tæp þrettán stig frá því í júlí þegar hún var í lægsta gildi frá upphafi mælinga. Væntingavísitalan hefur þó yfirleitt haft þá tilhneigingu að vera lág í júlí og hækka í ágúst.

Century Aluminum hækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 0,55 prósent á sama tíma, í Icelandair um 0,51 prósent og í Marel um 0,35 prósent.

VBS úr plús í mínus

VBS fjárfestingarbanki tapaði 870 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 1,1 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Forstjórinn segir tekjustreymi bankans gott og grunnstarfsemina góða.

Siðanefnd gagnrýnir Dagens Næringsliv fyrir frétt um Kaupþing

Siðanefnd norska blaðamannafélagsins fjallaði í dag um kæru Kaupþings vegna fyrirsgagnar sem birtist á forsíðu norska viðskiptalaðisins Dagens Næringsliv þann 10. maí síðastliðinn. Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að fyrisögnin, „Kúnnarnir flýja", hafi ekkert átt skylt við efni fréttarinnar sem hún vísaði til inni í blaðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kaupþingi.

Exista leiðir lækkanalestina

Gengi hlutabréfa í Existu hefur fallið um rúm 3,3 prósent frá upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Gengi bréfa í fjármálaþjónustufélaginu rauk upp í byrjun mánaðar en tók að gefa eftir í síðustu viku.

Askja og Kia flytja á Krókháls

Bílaumboðin Askja og Kia á Íslandi munu á næstu vikum flytja starfsemi sína að Krókhálsi 11 í nýtt og rúmgott húsnæði þar sem Ræsir hefur verið til húsa. Gengið var frá samningum þess efnis síðdegis í gær.

Atorka tapaði tveimur milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Atorka Group tapaði rétt rúmum tveimur milljörðum eftir skatta á öðrum ársfjórðungi eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar nú fyrir skömmu. Alls nam tapið á fyrri helmingi ársins rétt tæpum fjórum milljörðum.

Teymi stökk upp um 40 prósent

Gengi hlutabréfa í Teymi rauk upp um tæp 40 prósent í Kauphöllinni í dag. Einungis tvenn viðskipti liggja á bak við viðskiptin upp á samtals rétt rúmar fimmtíu þúsund krónur. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum stökk upp um 4,85 prósent og í Spron um fjögur prósent á sama tíma. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 0,32 prósent og Icelandair um 0,25 prósent.

Hagnaður Byrs dregst verulega saman

Byr sparisjóður hagnaðist um 215,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára því á sama tíma í fyrra nam hagnaður sparisjóðsins rúmum 4,3 milljörðum.

Olíuleitarfélagið eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 4,85 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni fyrir um hálftíma. Gengi annarra fyrirtækja hefur lækkað lítillega á sama tíma.

Krónan veiktist lítillega

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm 1,8 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 156,9 stigum.

Gengur sáttur frá Innova

Engilbert Runólfsson, forstjóri Innova og jafnframt eigandi þess, hefur selt fyrirtækið. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis. Innova er móðurfélag byggingafélaganna JB Byggingafélag og Ris sem eru með stærri byggingafélögum hér á landi. Það eru starfsmenn fyrirtækjanna sem standa að kaupunum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,88%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,88% í dag. Mest hækkuðu bréf í Føroya banka, eða um 6,14%. Bréf i SPRON hækkuðu um 2,98% og bréf í Icelandair Group hækkuðu um 2,87%.

Icebank hagnaðist um hálfan milljarð á öðrum ársfjórðungi

Icebank hagnaðist um 560 milljónir á öðrum ársfjórðungi eftir því fram kemur í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Það er verulegur viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi sem skildi eftir sig tap upp á rúma 3,6 milljarða.

Glitnir ræður nýja forstöðumenn í Suður - Ameríku

Glitnir hefur ráðið tvo nýja forstöðumenn fyrir markaðsstarfið í Chile og Peru með aðsetur í höfuðborgunum Santiago og Lima. Með þessu styrkir bankinn alþjóðlegt viðskiptanet sitt innan alþjóðlegs sjávarútvegs enn frekar.

Íbúðalánasjóður veitir frest á afborgunum

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að heimila þeim sem eiga tvær húseignir, og hafa ekki getað selt aðra þeirra, að fresta afborgunum af lánum. „Heimilt er að fresta greiðslum af lánum sjóðsins á annarri eða báðum eignum,“ segir tikynningu frá Íbúðalánasjóði.

Gengishagnaður lyftir afkomu Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði um 31,4 milljónum danskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins, jafnvirði 511 milljónum íslenskra. Þetta er 7,9 milljónum betri afkoma í dönskum krónum talið en á sama tíma í fyrra. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam hins vegar 2,8 milljónum danskra og er langmestu leyti tilkominn af gengishagnaði.

Viðskiptabankarnir hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,84 prósent í upphafi dags. Gengi bréfa í Glitni hefur hækkað um 0,65 prósent og í Kaupþingi um 0,14 prósent. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í verði það sem af er dags.

Mjög dregur úr hagnaði Íbúðalánasjóðs

Íbúðalánasjóður hagnaðist um 466 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er 75 prósenta samdráttur á milli ára, samkvæmt árshlutareikningi Íbúðalánasjóðs.

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,7 prósent frá opnun viðskipta á gjaldeyrismarkaði og stendur gengisvísitalan í tæpum 157 stigum. Krónan styrktist um 0,4 prósent í gær.

Baugur vill enn kaupa Saks

„Við erum enn að skoða fyrirtækið," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group, um áhuga á fyrirtækisins á bandarísku munúðarvöruversluninni Saks. Baugur á 8,5 prósenta hlut í Saks og hefur verið orðað við yfirtöku á versluninni síðan í október í fyrra. Ekki er reiknað með að neitt gerist fyrir jólin.

Álfélagið hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um rétt rúm tvö prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Spron hækkaði um 1,82 prósent. Til skamms tíma hafði gengið rokið upp um tólf prósent áður en það gaf eftir.

Varar við þýskum bankamönnum

Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verða þeir „líkt og maður sem er lokaður inni í brennandi húsi án útkomuleiðar“. Þetta sagði Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, á opnum fyrirlestri á vegum Heimssýnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á fimmtudag. Farage re inn þekktasti stjórnmálamaður Bretlands og tvímælalaust með þekktustu gagnrýnendum Evrópusambandsins þar í landi.

Fjármálafyrirtækin lækka á markaðnum

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 3,17 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Lækkun í Kauphöllinni í dag er í takti við þróunin á erlendum hlutabréfamörkuðum.

Krónan veikist lítillega

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um tæp tvö prósent prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í morgun eftir smávægilega styrkingu í gær. Gengisvísitalan stendur nú í 159,3 stigum.

Kaupþing spáir 14,7% verðbólgu í ágúst

Greiningardeild Kaupþing segir í Hálf fimm fréttum sínum gera ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 1,1% í ágúst. Mun tólf mánaða verðbólga þá ná 14,7% samanborið við 13,5% í júlímánuði.

Spron féll um 5,7 prósent í dag

Gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka hækkaði um 5,68 prósent í dag auk þess sem háflug Icelandair Group hélt áfram en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 2,4 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í Spron um 5,7 prósent og í Existu um 3,3 prósent.

Landic Property tóku formlega við stjórn Keops í morgun

Forsvarsmenn Landic Property fóru í morgun á skrifstofur Keops Development og tóku við stjórn félagsins af Stones Invest. Lögfræðingar Landic Property sendu Stones Invest bréf í gær þar sem yfirtakan var tilkynnt og jafnframt gerðar kröfur á Stones um endurgreiðslur á þeim fjármunum sem Landic Property var búið að inna af hendi vegna viðskiptanna. Jafnframt að Landic Property áskilur sér allan rétt að bótum ef ekki yrði orðið við kröfunum.

Sjá næstu 50 fréttir