Viðskipti innlent

Novator að selja Play?

Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator.
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator.

Norræni símarisinn TeliaSonera á í viðræðum við Novator um að kaupa hlut þess síðarnefnda í pólska farsímafyrirtækinu Play. Frá þessu greinir á fréttavef Reuters og vitnað í pólska dagblaðið Pulz Biznesu. Dagblaðið, sem vitnar í ónafngreinda heimildarmenn segja viðræður enn á frumstigi og að stjórnendur Play hafi enn ekkert fengið að vita.

Samstafsmaður Novators í Póllandi, Constantine Gonticas segir hins vegar ekkert hæft í þessum fregnum og að Novator hafi ekki áhuga á að selja hlut sinn í Play en Novator á 75 prósent í félaginu.

Dagblaðið leitaði einnig viðbragða hjá TeliaSonera og Play við sögunni en hvorugt fyrirækjanna vildi tjá sig að svo stöddu. Play er fjórða stærsta farsímafyrirtækið í Póllandi og hefur að markmiði að fjölga viðskiptavinum sínum úr 1,4 milljónum í 2 milljónir á þessu ári.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×