Viðskipti innlent

Vöruskiptahallinn minnkar á milli ára

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 34 milljarða króna og inn fyrir tæpa 52 milljarða króna. Vöruskipthallinn var því tæpir 18 milljarðar króna. Í júlí í fyrra var hallinn tæpir sextán milljarðar króna.

Fyrstu sjö mánuðina á árinu 2008 voru fluttar út vörur fyrir 241 milljarð króna en inn fyrir tæpa 283 milljarða króna. Því var hallinn á vöruskiptunum við útlönd um 42 milljarðar króna en á sama tíma árið áður var hallinn um 65 milljarðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×