Bakkavör komið í vaxtargírinn 2. september 2008 15:42 Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira