Viðskipti innlent

Alfesca skilar góðu uppgjöri

Alfesca skilaði góðri afkomu á fjárhagsárinu 2007-8 en hagnaður þess tímabils nam 3,5 milljörðum kr. og jókst frá fyrra ári um 28%.

Samkvæmt yfirliti um reksturinn kemur fram að eiginfjárhlutfall félagsins sé komið í 47,6% og að nettóskuldir félagsins hafi lækkað um 3 milljarða kr.

Xavier Govare, forstjóri Alfesca segir að félagið hafi skilað traustu og viðunandi uppgjöri fyrir fjárhagsárið 2007 / 2008 í afar krefjandi umhverfi.

„Þegar nýtt fjárhagsár hófst í júlí á síðasta ári óraði okkur ekki fyrir því að við þyrftum að takast á við svo mörg erfið viðfangsefni. Þar má nefna hækkun á hráefnisverði, sögulegt hámark á eldsneytisverði, almennan samdrátt í einkaneyslu á meginmörkuðum okkar, minnkandi tiltrú neytenda, aukna verðbólgu í Evrópu og mikinn viðsnúning á áhrifum gengisins fyrir framleiðslu okkar í Bretlandi þar sem evran var mjög sterk gagnvart breska pundinu," segir Xavier Govare.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×