Viðskipti innlent

Hlutabréf hækka og skuldatrygging lækkar í apríl

Nokkur viðsnúningur hefur orðið á hlutabréfamarkaðinum hér á landi í apríl. Hlutabréf hafa hækkað í verði um tæp 5% frá því í upphafi mánaðar eftir nánast samfellda lækkun frá upphafi árs.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að ennfremur hafi skuldatryggingarálag bankanna og íslenska ríkisins einnig lækkað mikið frá upphafi mánaðar.

Álag á skuldatryggingar Landsbankans er nú komið niður í 400 punkta og álag Glitnis og Kaupþings stendur í 550 punktum. Þá var álag íslenska ríkisins komið niður í 250 punkta í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×