Viðskipti innlent

Munnlegur málflutningur í máli Saga Capital gegn Insolidum

Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Munnlegur málflutningur í gjaldþrotaskiptakröfu Saga Capital á hendur fyrirtækinu Insolidum fer fram á miðvikudaginn. Sýslumaður hefur gert árangurslausa kyrrsetningu í fyrirtækinu.

Nokkuð hefur verið fjallað um mál Saga Capital og Insolidum sem er félag í eigu Daggar Pálsdóttur varaþingmanns og hæstaréttarlögmanns og sonar hennar.

Insolidum keypti stofnfjárbréf í SPRON í gegnum Saga Capital í júlí á síðasta ári. Bréfin keypti félagið fyrir tæpar 600 milljónir og Saga Capital fjármagnaði 320 milljónir af því.

Eftir að gengi bréfanna í SPRON féll mikið á fyrstu mánuðum félagsins á markaði fór Saga Capital fram á svokallað veðkall, það er aukið tryggingafé vegna bréfanna. Í kjölfarið af því rifti Insolidum samningum við bankann á þeim forsendum að reglur hefðu verið brotnar í viðskiptum með bréfin.

Í kjölfarið fór Saga Capital fram á að fá öll hlutabréf í fyrirtækinu og yrði þar með réttmætur eigandi fyrirtækisins. Það mál fór fyrir Héraðsdóm og síðar Hæstarétt sem féllst ekki á þessa kröfu fjárfestingarbankans meðal annars vegna þess að Saga Capital taldist ekki hafa gert viðhlítandi grein fyrir því hvaða heimild gæti staðið til þess að bankanum yrðu fengin umráð félagsins.

Nú er hinsvegar annað mál farið af stað og fer munnlegur málflutningur í því fram á miðvikudaginn í næstu viku.


Tengdar fréttir

Dögg Pálsdóttir segir of snemmt að fagna

„Ég er mjög ánægð en bíð með að fagna þar til hæstiréttur hefur staðfest þessa niðurstöðu,“ segir Dögg Pálsdóttir varaþingmaður og hæstaréttarlögmaður um niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur.

Saga Capital telur brot á reglum ekki skipta máli

Í máli fjárfestingarbankans Saga Capital gegn Dögg Pálsdóttur sem Vísir sagði frá í vikunni er ágreiningur um hvort Dögg og fyrirtæki hennar Insolidum hafi vitað hver ætti stofnfjárbréf í Spron sem fest voru kaup á.

Dögg vann í héraðsdómi

Dómur hefur verið kveðinn upp í máli Saga Capital gegn Insolidum, fyrirtæki í eigu Daggar Pálsdóttur lögfræðings og varaþingmanns. Kröfu gerðarbeiðanda var hafnað. Saga Capital gerði kröfu um að fyrirtækið fengi öll umráð yfir Insolidum en dómari féllst ekki á þá kröfu og var málskostnaður felldur niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×