Fleiri fréttir

Fimmtán félög lækkað í dag

Fjögur félög hafa hækkað í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Century Aluminum Companý hefur hækkað um 4,29% og Flaga Group um 1,39%. Nýherji hefur lækkað mest eða um 4,78% og Teymi um 3,88%.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs lækkaðar

Matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á erlendum langtímaskuldbindingum í A úr A+ og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum í AA- frá AA. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Seðlabankans.

Færeyjabanki hækkar í Kauphöllinni

SPRON leiddi hæga hækkun á hlutabréfum í Kauphöll Íslands í byrjun dags. SPRON, sem hafði hækkað um 0,9 prósent, hélt toppsætinu í nokkrar mínútur áður en Færeyjabanki tók það yfir með stökki upp á 2,07 prósent. Úrvalsvísitalan seig lítillega nokkrum mínútum síðar.

Ólík sýn á þróun einkaneyslu í nýjum spám

Í nýjum hagspám fjármálaráðuneytsisins og Seðlabankans ber mest í milli hvað varðar þróun einkaneyslu. Tveir virkir dagar liðu á milli spánna. Peningamál Seðlabankans voru kynnt 10. þessa mánaðar og endurskoðuð þjóðhagsspá síðasta þriðjudag.

Báðu ekki um ný lög

Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu.

Segir kreppuástand ríkja

„Það er búið að vera gott partý, en núna er bara kominn mánudagur og það er búið að loka fram að næstu helgi," segir Björgólfur Thor Björgólfsson um ástandið

Hagnaður JP Morgan hafði jákvæð áhrif hér

Hagnaður JP Morgan var í takt við væntingar og það hafði jákvæð áhrif á markaðinn í Bandaríkjunum sem smitaði út frá sér hingað, að sögn Ásmundar Gíslasonar, sérfræðingur hjá Glitni.

Exista leiddi hækkun dagsins

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna.

Löng bið verður í tvöföldun á gjaldeyrisvarasjóðnum

Greining Glitnis telur að menn þurfi að bíða mánuðum saman eftir því að Seðlabankinn tvöfaldi gjaldeyrisvarasjóð sinn eins og til stendur. Og raumar megi leiða líkum að því að þegar Davíð Oddsson tekur loks af skarið muni þörfin fyrir þessa aukningu hafa minnkað að mun.

Greining Kaupþings spáir 10% verðbólgu í apríl

Greining Kaupþings spáir 1,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 10 prósent samanborið við 8,7 prósenta verðbólgu í mars.

Grænn litur ráðandi í upphafi dags

Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega.

Einkaneysla hrynur

Álútflutningur styður við hagvöxt í ár sem þó verður bara hálft prósent. Atvinnuleysi eykst, en viðskiptahalli minnkar, samkvæmt nýrri spá fjármálaráðuneytisins. Óvissa er mikil.

Viðmótið er borðsiðunum mikilvægara

Kúnst getur verið að setjast til borðs með fólki sem maður þekkir ekki mikil deili á. Aðstæður sem þessar eru hins vegar daglegt brauð í viðskiptalífinu. Óli Kristján Ármannsson tók Bergþór Pálsson söngvara tali.

Ekkert umboð til að brotlenda hagkerfinu

Of langur tími hefur liðið að mati stjórnarþingmanna frá því að yfirlýsing var gefin um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. Vangaveltur eru uppi um hvort Seðlabankinn dragi lappirnar. Málið er þó í undirbúningi.

Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu

Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir að afnema eigi viðmið um fasteigna- og brunabótamat í útlánum sjóðsins. Félagsmálaráðherra útilokar það ekki, en segir það mundu auka verðbólgu við núverandi aðstæður.

Allir hafa áhuga á gjaldeyrisforðanum

Margir hafa gripið það á lofti í umræðunni um vandræðin í efnahagslífi þjóðar­innar að auka þurfi gjaldeyrisforða Seðlabankans. Það er ekki langt síðan sú umræða komst á verulegt flug. Áður höfðu fáir fjallað um nauðsyn þess að hafa hér stóran gjaldeyrisforða nema einstaka fræðimenn og pólitíkusar.

Hversu lítið er of mikið?

Mikill meirihluti fólks vill ekki að börnum séu birtar auglýsingar í sjónvarpi. Enn fleiri vilja samt auglýsa hollustu og heilbrigt líferni. Spyrja má hvort auglýsingar um hollustu séu leið til þess að selja börnum leikföng.

Bankahólfið: Hvað gerir Magnús nú?

Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku sam­félagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrir­tæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp.

Sjávarfangið hverfur úr Kauphöllinni

Afskráning Icelandic Group af hlutabréfamarkaði verður tekin fyrir á mikilvægum aðalfundi félagsins á föstudag. Með brotthvarfi félagsins fækkar rekstrarfélögunum um eitt og verður aðeins eitt fyrirtæki eftir sem sérhæfir sig í fiskmeti og sjávarfangi.

Burt með krónuna segir Björgólfur

Niðursveiflunni í efnahagslífinu er hvergi nærri lokið segir Björgólfur Thor Björgólfsson. Hann telur tímabært að skipta út krónunni.

Baugur að selja MK One

Baugur Group hefur sett tískuvöruverslunina MK One á sölu. Breska blaðið The Times segir að mikið hafi verið rætt um framtíð MK One eftir að fréttir bárust af því að félagið hefði tapað 17,4 milljónum breskra punda á síðasta ári,

Lýður kjörinn í stjórn Sampo

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, kjörinn í stjórn Sampo, stærsta fjármálafyrirtækis Finnlands í dag, á aðalfundi þess sem fór fram í Helsinki fyrr í dag. Exista er stærsti hluthafinn í félaginu.

Arðgreiðslur minnka um helming í Kauphöllinni

Heildararðgreiðslur þeirra fyrirtækja, sem nú mynda Úrvalsvísitöluna og á annað borð greiða almennt arð, dragast saman um rúman helming á milli ára að því er fram kemur í Hálffimmfréttum Kaupþings.

Meinlaus tölvuþrjótur herjar á íslenska tölvurisann

Í dag hafa birst fréttir um tölvuþrjót sem dreift hefur kóða að Eve-online leiknum íslenska á svokölluðum torrent síðum á netinu. Því hefur m.a verið haldið fram að þúsundir notenda leiksins séu að sækja sér kóðann og hafa menn efast um öryggiskerfi leiksins. Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri CCP sem gefur út leikinn segir þrjótinn þó ekki hafa neitt í höndunum.

Aftur rauð byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn hófst aftur á rauðum nótum í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,9% í fyrstu viðskiptunum og stendur í 5.150 stigum.

Kristinn kaupir í Glitni fyrir milljarð

Kristinn Þór Geirsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Fjármála og- rekstrarsviðs Glitnis, hefur keypt hlutabréf í bankanum fyrir rétt tæpan milljarð. Alls er um að ræða tæplega 59 milljónir hluta á genginu 16,9 sem er rétt undir lokagengi bréfa í bankanum í gær.

Snarpur viðsnúningur í notkun greiðslukorta

Snarpur viðsnúningur hefur orðið í notkun greiðslukorta. Eftir neyslugleði undanfarin misseri virðast lakari efnahagshorfur, óvissa á fjármálamörkuðum og aukin svartsýni neytenda hafa hvatt heimilin til aukins aðhalds í marsmánuði ef marka má tölur yfir greiðslukortaveltu.

Ríki og bankar snúa bökum saman

Viðskiptabankar þjóðarinnar eiga stuðning ríkisstjórnarinnar vísan ef í harðbakkann slær, að því er haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í viðtali við danska viðskiptablaðið Berlingske Tidende í gær.

Áhugaverðir tímar á mörkuðum

Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út nýjar ákærur á hendur Baugi Group, segir Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali við CNBC.

Segir menn of stressaða

Pétur Blöndal alþingismaður segir menn vera of stressaða í því efnahagsástandi sem nú ríki og að þeir stressuðustu þurfi að geta talið upp að tíu.

SPRON leiddi lækkanir í dag

SPRON lækkaði mest af þeim fimmtán félögum sem lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Gengi félagsins lækkaði um 5,67 prósent en Exista lækkaði næstmest, um 3,77 prósent. Skipti lækkaði um 3,46 prósent og Eik Banki um 2,89 prósent.

Alfesca kaupir ekki Oscar Mayer

Alfesca tilkynnir að viðræðum um fyrirhuguð kaup á breska fyrirtækinu Oscar Mayer, sem framleiðir tilbúna rétti fyrir verslanakeðjur, hefur verið slitið.

Skemmtilegir markaðir á Indlandi og í Kína, segir Jón Ásgeir

Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út ákærur á hendur Baugi Group á ný. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, fyrir um stundarfjórðungi í viðtali í sjónvarpsþættinum Squawk Box sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC. Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur Group væri að undirbúa mikið kaupæði víða um heim.

Sjá næstu 50 fréttir