Viðskipti innlent

Olíuverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag.
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag. Mynd/ Pjetur

Verð á olíu rauk upp í dag. Tunnan af hráolíu kostar nú 117 dali og hefur verðið aldrei verið hærra.

Ástæða hækkunarinnar má rekja til þess að skæruliðar í Nígeríu tilkynntu að þeir hefðu eyðilagt stóra olíuleiðslu þar í landi og hétu frekari árásum á olíuiðnaðinn.

Talsmaður Shell staðfesti að olíuleiðslan læki og sagði að sprenging hefði valdið skemmdunum. Nígería er einn aðalsöluaðili á olíu til Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×