Viðskipti innlent

Bear Stearns spáir sterkari krónu

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verðmæti krónunnar sveiflast gagnvart erlendum gjaldmiðlum og hefur veikst það sem af er ári.
Verðmæti krónunnar sveiflast gagnvart erlendum gjaldmiðlum og hefur veikst það sem af er ári. MYND/VILHELM
Krónan kann að styrkjast um 8 prósent gagnvart evru á næstu þremur mánuðum gangi eftir ný spá bandaríska fjárfestingarbankans Bear Stearns.

Bloomberg fréttaveitan hefur eftir Steve Barrow, sérfræðingi bankans, að krónan hafi „trúlega fallið nóg" eftir 30 prósenta veikingu frá því í byrjun árs.

„Ég býst ekki við frekari veikingu þar sem horfur í heiminum eru ívið betri," segir hann og kveður aðstæður nú reyna á „sársaukamörk" þeirra sem skortselt hafa gjaldmiðla, en þá veðja fjárfestar á veikingu gjaldmiðils.

Bear Stearns hefur verið tengdur umræðu um skortstöður og meintar árásir vogunarsjóða á íslenskt efnahagslíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×