Viðskipti innlent

Seðlabankinn getur litið gert ef fjármálakreppa skellur á

Eiríkur Guðnason einn af bankastjórum Seðlabankans segir í samtali við Börsen að hann hafi ekki áhyggjur af þremur stærstu bönkum landsins. En hann viðurkennir að Seðlabankinn geti lítið aðgert ef alvarleg fjármálakreppa brýst út á Íslandi.

 

Í samtalinu kemur fram að Eiríkur telur að hann eigi von á áframhaldandi samruna minni banka, það er sparisjóða, á Íslandi og sé það afleiðing af ástandinu á alþjóðamörkuðum í dag. Minni bankar muni neyðast til að sameinast sökum lausafjárkreppunnar og raunar séu þegar teikn á lofti um slíkt.

 

Eiríkur segir að vandamál hafi verið á millibankamarkaðinum á Íslandi að undanförnu en hann vonar að Seðlabankinn hafi liðkað þar til með því að setja meira fjármagn inn á þennan markað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×