Viðskipti innlent

Lárus Welding maður ársins í sjávarútvegi

Lárus Welding
Lárus Welding MYND/EYÞÓR

Lárus Welding forstjóri Glitnis hefur verið valinn maður ársins hjá sjávarútvegsvefnum Intrafish. Lárus var valinn úr hópi átta einstaklinga sem tilnefndir voru af ritstjórum vefsins.

Það voru lesendur sem völdu Lárus mann ársins en Intrafish er einn stærsti sjávarútvegsvefur í heimi.

 

Viðurkenningin verður veitt á morgun í Brussel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×