Viðskipti innlent

Þór Sigfússon kjörinn formaður SA

Þór Sigfússon, nýkjörinn formaður SA.
Þór Sigfússon, nýkjörinn formaður SA.

Þór Sigfússon var kjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi í dag og hlaut hann 94% atkvæða.

Þá var kjörið í stjórn SA og koma Árni Gunnarsson Flugfélagi Íslands, Halldór J. Kristjánsson Landsbanka Íslands hf., Ólafur Rögnvaldsson Hraðfrystihúsi Hellissands og Sigurður Viðarsson Tryggingamiðstöðinni hf nýir inn í stjórnina.

Úr stjórninni ganga Bjarni Ármannsson Glitni bank hf., Björgólfur Jóhannsson Landssambandi ísl. útvegsmanna, Helgi Bjarnason Sjóvá og Jón Karl Ólafsson Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×