Viðskipti innlent

Birgjar félags í eigu Baugs fá ekki borgað

Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson er starfandi stjórnarformaður Baugs Group.
Vefútgáfa breska blaðsins The Times greinir frá því í morgun að brjálaðir birgjar bresku smásölukeðjunnar MK One, sem er í eigu Baugs Group, ætli að hætta að afhenta keðjunni vörur þar sem þeir hafa ekki fengið borgað að undanförnu.

Samkvæmt The Times fengu nokkrir birgjar greitt fyrir jólavertíðina síðastliðinn mánudag en eftir það hefur ekki verið greidd króna af útistandandi reikningum frá birgjum.

Þetta setur framtíð MK One, sem rekur 172 verslanir, í enn meiri óvissa. Baugur setti verslunarkeðjuna í sölumeðferð í síðustu viku eftir að í ljós kom að tap hennar á árinu 2007 var 2,4 milljarðar íslenskra króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×