Viðskipti innlent

Skilyrði yfirtöku Marels uppfyllt

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson
Árni Oddur Þórðarson
Skilyrði vegna yfirtöku Marel Food Systems á hollenska matvælavinnsluvélaframleiðandanum Stork Food Systems (SFS) hafa verið uppfyllt.

Tilkynnt var til kauphallar í gær að evrópsk samkeppnisyfirvöld hefðu samþykkt kaupin án skilyrða.

Samkomulag um kaupin á SFS fyrir 415 milljónir evra var kynnt 28. nóvember sl. Kaupin voru gerð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda, jákvæða umsögn starfsmannasamtaka Stork (Stork Works Council) og að yfirtökutilboð eignarhaldsfélagsins London Acquisition í það sem eftir stendur af Stork-iðnsamstæðunni í Hollandi yrði skilyrðislaust.

Í tilkynningu kemur fram að Marel hafi að fullu fjármagnað kaupin á SFS með lánsfé og útgáfu nýrra hluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×