Viðskipti innlent

Ekki aðhafst vegna yfirtökutilboðs í Skipti

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta.

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir vegna yfirtökutilboð Exista í Skipti. Úrskurður þess efnis var kynntur í dag.

Þann 26. mars síðastliðinn tilkynnti Exista. Samkeppniseftirlitinu að yfirtökutilboð yrði gert í Skipti. Fyrir átti Exista 44% hlut í félaginu. Í greinagerð Samkeppniseftirlitsins vegna þessa segir að Exista hafi farið með yfirráð í Skiptum allt frá því að ríkið seldi allt hlutafé sitt í félaginu. Skipti og Exista starfi ekki á sama markaði og breytingar á eignarhaldi í Skiptum raski því ekki samkeppni.

Þess vegna sér Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að aðhafast neitt vegna yfirtökutilboðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×