Viðskipti innlent

Alfesca kaupir ekki Oscar Mayer

Xavier Govare, forstjóri Alfesca
Xavier Govare, forstjóri Alfesca

Alfesca tilkynnir að viðræðum um fyrirhuguð kaup á breska fyrirtækinu Oscar

Mayer, sem framleiðir tilbúna rétti fyrir verslanakeðjur, hefur verið slitið.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

"Ákvörðunin var tekin í kjölfar verulegra hækkana á hráefnisverði undanfarna

mánuði sem hafa haft áhrif á rekstur fyrirtækisins og leitt til þess að

rekstrarumhverfið á markaði fyrir tilbúna rétti í Bretlandi hefur breyst til

hins verra. Þessir óvissuþættir þýða að fyrirhuguð áform hefðu ekki haft í för

með sér virðisauka fyrir huthafa Alfesca á þessum tíma.

Áfram verður unnið að því að þróa og stækka Alfesca. Sterkur efnahagsreikningur og stuðningur fjármálastofnana og kjölfestuhluthafa gerir Alfesca kleift að skoða áfram ný tækifæri sem henta við núverandi markaðsskilyrði. Frekari áform verða tilkynnt eftir því sem efni standa til," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×