Viðskipti innlent

Lýður kjörinn í stjórn Sampo

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista. Mynd/ Stefán.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, var kjörinn í stjórn Sampo, stærsta fjármálafyrirtækis Finnlands, í dag. Exista er stærsti hluthafinn í félaginu.

Félagið tilkynnti um töluverðar breytingar sem fyrirhugaðar eru á yfirstjórn félagsins í dag. Björn Wahlroos, forstjóri Sampo, tekur við starfi stjórnarformanns fyrirtækisins af Georg Ehrnrooth á aðalfundi á næsta ári. Wahlroos lætur af starfi forstjóra við það tilefni en hann hefur stýrt félaginu frá árinu 2001, auk þess að sitja í stjórn félagsins og eiga sjálfur um 2% eignarhlut í Sampo. Kari Stadigh tekur við starfi forstjóra Sampo.

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í dag, var samþykkt að greiða hluthöfum arð sem nemur 1,2 evrum á hvern hlut og fær Exista um 139 milljónir evra (um 16,3 milljarða krónur) fyrir sinn snúð, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×