Viðskipti innlent

Boston-blað Dagsbrúnar Media hætt að koma út

Bandaríska fríblaðið Boston Now, sem Baugur stofnaði í gegnum Dagsbrún Media fyrir réttu ári, er hætt að koma út.

Orðsending á vefsíðu blaðsins segir að stöðvun útgáfunnar taki gildi samstundis. Hinir íslensku eigendur blaðsins seldu það á föstudag til bandarískra stjórnenda blaðsins á föstudag.

Í yfirlýsingu nýju eigendanna segir að ástæða lokunarinnar sé bágborið efnahagsástand á Íslandi. Ekki var útskýrt frekar hvernig efnahagsástandið á Íslandi gat valdið lokun blaðsins eftir að það var komið í eigu bandarískra stjórnenda sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×