Viðskipti innlent

Áhugaverðir tímar á mörkuðum

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar
Á tali í spjallþættinum Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, var kynntur sem valdamesti maðurinn í breskum smásölugeira í spjallþætti á CNBC-sjónvarpsstöðinni í gær.
Á tali í spjallþættinum Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, var kynntur sem valdamesti maðurinn í breskum smásölugeira í spjallþætti á CNBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Fréttablaðið/ÓKÁ
Ólíklegt er að ríkissaksóknari gefi út nýjar ákærur á hendur Baugi Group. Þetta sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í viðtali í frétta- og viðtalsþættinum Squawk Box sem sýndur var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC í gær. Þá sagðist hann einnig telja að ákærurnar væru lagðar fram á pólitískum forsendum.

Í kynningu þáttastjórnenda kom fram að Baugur byggi yfir miklum fjárstyrk og væri að setja sig í stellingar fyrir fyrirtækjakaup. Jón Ásgeir var sömuleiðis kynntur sem valdamesti maðurinn í breskum smásölugeira. Hann dró úr því en sagðist vera með þeim stærstu.

Þá sagði hann samdrátt í smásölu vestanhafs og víðar og að í þrengingum á mörkuðum væri áhugavert að horfa til góðra fyrirtækja. „Við fjárfestum ekki til árs heldur horfum til lengri tíma. Núna gætu því verið áhugaverðir tímar,“ sagði hann og kvað Baug horfa til sterkra vörumerkja á alþjóðamarkaði.

„Við sjáum skemmtilega markaði opnast á Indlandi og í Kína. Þar er vöxtur svo hraður að maður tapar markaðshlutdeild ef ársvöxtur fyrirtækisins er innan við 30 prósent,“ sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×