Viðskipti innlent

Baugur að selja MK One

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.

Baugur Group hefur sett tískuvöruverslunina MK One á sölu. Breska blaðið The Times segir að mikið hafi verið rætt um framtíð MK One eftir að fréttir bárust af því að félagið hefði tapað 17,4 milljónum breskra punda á síðasta ári, eða sem samsvarar 2,6 milljörðum íslenskra króna.

The Times segir að Baugur hafi falið Deloitte að annast söluna. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að forsvarsmenn Baugs telji að MK One falli ekki vel að fjárfestingastefnu félagsins sem eigi aðallega að stunda viðskipti með þekkt vörumerki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×