Viðskipti innlent

Danska sjávarafurðafyrirtækið Rahbekfisk selt

Glitnir Total Capital og JSSS A/S hafa selt Rahbekfisk í Fredricia til fyrirtækisins Espersen og fjárfestingafélagsins Greystone Capital.

„Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis á Íslandi og í Danmörku veittu ráðgjöf til seljenda. Við söluna innleysir Glitnir Total Capital hagnað við fjárfestinguna auk þess sem bankinn fær þóknunartekjur vegna ráðgjafar við seljendur við sölu. Glitnir var einnig ráðgjafi þegar fyrirtækið var keypt 2005," segir í tilkynningu frá bankanum.

Espersen er stærsti framleiðandi sjávarafurða í Danmörku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×