Viðskipti innlent

Segir kreppuástand ríkja

„Það er búið að vera gott partý, en núna er bara kominn mánudagur og það er búið að loka fram að næstu helgi," segir Björgólfur Thor Björgólfsson um ástandið í efnahagsmálum á Íslandi í dag. Björgólfur var gestur Sindra Sindrasonar í hádegisviðtali Markaðarins í dag.

Björgólfur segir að Íslendingar séu staddir í miðri kreppu eftir uppsveiflu undanfarin ár. Hann segir að hluta ástæðunnar megi rekja til ástands á alþjóðamarkaði. Við því geti Íslendingar ekkert gert. Menn verði einfaldlega að hægja á sér, bretta fram úr ermunum og reyna að hámarka verðmæti úr þeir eignum sem þeir hafi í höndunum.

Þá segir Björgólfur að mikilvægt sé að ríkisvaldið geri það sem í þess valdi stendur til að auka trúverðugleika Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×