Viðskipti innlent

Aðeins tvö félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag

Aðeins tvö félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag en það voru Atlantic Petroleum og Straumur Burðarás. Ellefu félög lækkuðu hinsvegar og lækkaði Eimskip þeirra mest.

Atlantic Petroleum hækkaði um 0,36% og Straumur Burðarás um 0,16%. Eimskip lækkaði um 4,12% og FL Group um 2,20%. Þá lækkaði Spron um 1,82% og Bakkavör um 1,71%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,22% og stendur nú í rúmlega 5181 stigum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×