Viðskipti innlent

SPRON leiddi lækkanir í dag

SPRON lækkaði mest af þeim fimmtán félögum sem lækkuðu í Kauphöllinni í dag. Gengi félagsins lækkaði um 5,67 prósent en Exista lækkaði næstmest, um 3,77 prósent. Skipti lækkaði um 3,46 prósent og Eik Banki um 2,89 prósent.

Fimm félög lækkuðu, Atlantic Airways mest, um 2,73 prósent og Icelandair næstmest, um 1,46 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,55 prósent og stendur í 5.193,03 stigum. Gengisvístalan hækkaði í dag um 0,14 prósent og er í 148,77 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×