Viðskipti innlent

Deloitte á að finna kaupenda að MK One í Bretlandi

Baugur Group hefur fengið ráðgjafarfyrirtækið Deloitte til að finna kaupenda að verslunarkeðjunni MK One í Bretlandi.

Þetta kemur fram í viðtali sem Bloomberg fréttaveitan birti í gær við Sophy Buckley talsmann Baugs Group í Bretlandi. Buckley segir ennfremur að Baugur ætli að einbeita sér að stærri fjárfestingum sínum og að MK One falli ekki undir þær.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Baugur tapað töluverðu fé á fjárfestingum sínum í breskum verslunarkeðjum á árinu en í sumum þeirra hefur markaðsvirðið fallið um allt að helming frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×