Ekki hætta á „týndum áratug“ á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 18:30 Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar. Tólf mánaða verðbólga hér á landi mældist aðeins 0,8 prósent í desember en þetta er í fyrsta skipti sem verðbólgan fer undir eins prósenta neðri fráviksmörk frá því verðbólgumarkmið var tekið upp sem ný peningastefna hinn 27. mars 2001. Þessi lága verðbólga hefur orðið tilefni til vangaveltna um hvort það sé raunveruleg hætta á verðhjöðnun, þ.e. almennri lækkun verðlags, andstæðunni við verðbólgu. Þannig sá peningastefnunefnd Seðlabankans ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta í greinargerð til ríkisstjórnarinnar hinn 29. desember en slík greinargerð er alltaf send ef verðbólga mælist yfir eða undir fráviksmörkum. Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja. Nærtækasta dæmið er Japan en Japanir hafa glímt við verðhjöðnun í rúman aldarfjórðung. Í fyrstu var talað um „týnda áratuginn“ í Japan, frá 1990 til 2000 en nú þykir nærri lagi að tala um „týndu áratugina.“Áhyggjur af verðhjöðnun í Evrópusambandinu Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af verðhjöðnun um þessar mundir og raunar víðar í Evrópusambandinu. Er beðið eftir nýjum hagtölum, sem birtar verða á morgun, með mikilli eftirvæntingu. Umræða um verðjöðnun er í raun framandi og sérstakt fyrirbæri fyrir Íslendinga sem hafa áratugum saman glímt við verðbólgu. „Ef við sjáum innlenda eftirspurn taka við sér og húsnæðisliðinn vega þyngra þá sé ég ekki viðvarandi verðhjöðnun framundan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Eins og staðan er núna eru litlar líkur á langri og viðvarandi verðhjöðnun hér á landi af því tagi sem Japan hefur glímt við og menn eru að óttast í Evrópu í dag. Í fyrsta lagi er Ísland lítið og opið hagkerfi og það er fljótlegt að knýja niður gengið ef þess þarf,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri en við gengisfellingu verður innflutningur dýrari og verðbólgan tekur við sér. Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru á næsta leiti en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins reikna með að þær hefjist af fullum krafti í byrjun febrúar. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að víkja frá markmiði um 3,5 prósenta hækkun launa á ársgrundvelli í komandi kjaraviðræðum því lág verðbólga nú skýrist aðallega af verðlækkunum á innfluttum vörum. Þannig eigi hún sér alþjóðlegar skýringar og þessi staða geti breyst snögglega. „Þetta er lækkun olíuverðs og lækkun annarrar hrávöru, mjög lág alþjóðleg verðbólga, og við vitum ekki hversu hratt það snýst við. Um leið og það kemst í normal stöðu þá erum við, miðað við þann takt sem er í launahækkunum hér, komin með verðbólguna að markmiði og jafnvel hærra,“ segir Már. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.mynd/saBýst við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist búast við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum. Ekki síst fyrir þær sakir að þessu sinni semja aðildarfélög ASÍ hvert og eitt um kjör sinna félagsmanna. „Það verður auðvitað miklu erfiðara viðfangsefni að samræma launaþróun þegar verið er að semja við hvert aðildarfélag fyrir sig en það hefur verið gert áður. Það er alveg hægt að vinna úr þeirri stöðu en það verða vissulega snúnari samningaviðræður,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar. Tólf mánaða verðbólga hér á landi mældist aðeins 0,8 prósent í desember en þetta er í fyrsta skipti sem verðbólgan fer undir eins prósenta neðri fráviksmörk frá því verðbólgumarkmið var tekið upp sem ný peningastefna hinn 27. mars 2001. Þessi lága verðbólga hefur orðið tilefni til vangaveltna um hvort það sé raunveruleg hætta á verðhjöðnun, þ.e. almennri lækkun verðlags, andstæðunni við verðbólgu. Þannig sá peningastefnunefnd Seðlabankans ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta í greinargerð til ríkisstjórnarinnar hinn 29. desember en slík greinargerð er alltaf send ef verðbólga mælist yfir eða undir fráviksmörkum. Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja. Nærtækasta dæmið er Japan en Japanir hafa glímt við verðhjöðnun í rúman aldarfjórðung. Í fyrstu var talað um „týnda áratuginn“ í Japan, frá 1990 til 2000 en nú þykir nærri lagi að tala um „týndu áratugina.“Áhyggjur af verðhjöðnun í Evrópusambandinu Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af verðhjöðnun um þessar mundir og raunar víðar í Evrópusambandinu. Er beðið eftir nýjum hagtölum, sem birtar verða á morgun, með mikilli eftirvæntingu. Umræða um verðjöðnun er í raun framandi og sérstakt fyrirbæri fyrir Íslendinga sem hafa áratugum saman glímt við verðbólgu. „Ef við sjáum innlenda eftirspurn taka við sér og húsnæðisliðinn vega þyngra þá sé ég ekki viðvarandi verðhjöðnun framundan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Eins og staðan er núna eru litlar líkur á langri og viðvarandi verðhjöðnun hér á landi af því tagi sem Japan hefur glímt við og menn eru að óttast í Evrópu í dag. Í fyrsta lagi er Ísland lítið og opið hagkerfi og það er fljótlegt að knýja niður gengið ef þess þarf,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri en við gengisfellingu verður innflutningur dýrari og verðbólgan tekur við sér. Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru á næsta leiti en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins reikna með að þær hefjist af fullum krafti í byrjun febrúar. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að víkja frá markmiði um 3,5 prósenta hækkun launa á ársgrundvelli í komandi kjaraviðræðum því lág verðbólga nú skýrist aðallega af verðlækkunum á innfluttum vörum. Þannig eigi hún sér alþjóðlegar skýringar og þessi staða geti breyst snögglega. „Þetta er lækkun olíuverðs og lækkun annarrar hrávöru, mjög lág alþjóðleg verðbólga, og við vitum ekki hversu hratt það snýst við. Um leið og það kemst í normal stöðu þá erum við, miðað við þann takt sem er í launahækkunum hér, komin með verðbólguna að markmiði og jafnvel hærra,“ segir Már. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.mynd/saBýst við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist búast við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum. Ekki síst fyrir þær sakir að þessu sinni semja aðildarfélög ASÍ hvert og eitt um kjör sinna félagsmanna. „Það verður auðvitað miklu erfiðara viðfangsefni að samræma launaþróun þegar verið er að semja við hvert aðildarfélag fyrir sig en það hefur verið gert áður. Það er alveg hægt að vinna úr þeirri stöðu en það verða vissulega snúnari samningaviðræður,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira