Viðskipti innlent

Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur tryggð. Skýrt var nú síðdegis frá samkomulagi um að rúmlega fjórðungur lánsfjár komi frá félagi í eigu íslenskra lífeyrissjóða og Íslandsbanka.  Áður hafði komið fram í fréttum Stöðvar 2 að meginhluti lánsfjár komi frá þýska sparisjóðabankanum KfW.

Ráðamenn PCC hafa áformað að hefja framkvæmdir nú í byrjun þessa árs. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, fyrir áramót að rannsaka hvort  ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. Fulltrúar þessara aðila áforma fund í næstu viku þar sem vonast er til að framvinda málsins skýrist.


Tengdar fréttir

Undirbúa hundrað megavatta virkjun

Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.