Forstjóri MS hættir vegna anna erlendis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2015 15:42 Einar Sigurðsson, fráfarandi forstjóri MS. Mynd/Mjólkursamsalan Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu, hefur ákveðið að láta af störfum 30. júní næstkomandi. Einar greindi stjórn Mjólkursamsölunnar frá þessu í gær, en hann hefur verið forstjóri félagsins frá 2009, og leitt umfangsmiklar breytingar á starfseminni hér heima og uppbyggingu erlendrar starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Málefni MS hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. „Ég kom að rekstri Mjólkursamsölunnar fyrir sex árum og meginverkefnið hefur verið að koma á nýju skipulagi í mjólkurvinnslu á öllu landinu, endurnýja tækjabúnað, ná fram hámarkshagræðingu og byggja upp alþjóðlega starfsemi félagsins. Þetta hefur tekist vegna þess að Mjólkursamsalan hefur á að skipa frábærum og samhentum hópi starfsfólks og vegna þátttöku og stuðnings bænda sem eiga fyrirtækið,“ segir Einar Sigurðsson.Vinnur áfram fyrir MS erlendis „Ég tek þessa ákvörðun vegna breytinga sem verða á högum fjölskyldu minnar í lok júní. Við hjónin ákváðum fyrir um ári síðan að hverfa bæði úr mjög annasömum stjórnunarstörfum hér heima um mitt þetta ár og dvelja og starfa töluvert erlendis næstu misseri. Ég sný mér þar að nýjum verkefnum sem ég hef lengi haft áhuga á hrinda í framkvæmd, en jafnframt mun ég áfram vinna fyrir hönd Mjólkursamsölunnar að uppbyggingu nýs fyrirtækis með hópi fjárfesta til framleiðslu og sölu á skyri í Bandaríkjunum. Þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun og skammt er til aðalfundar Mjólkursamsölunnar og deildafunda með kúabændum um land allt taldi ég rétt að greina frá þessu núna,“ segir Einar Sigurðsson. Einar segir að Mjólkursamsalan hafi fengist við ögrandi viðfangsefni á liðnu ári, fyrst vegna stóraukinnar eftirspurnar, sem fyrirtækið hafi unnið úr með bændum sem hafa stóraukið mjólkurframleiðslu, og síðar vegna samkeppnismála, þar sem tekist sé á um túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Ég vona að það takist að ljúka þeim málum áður en ég hætti nú í sumar.“Segir fyrirtækið betur í stakk búið nú en fyrir fimm árum Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu, segir að mikil eftirsjá verði af Einari. Hann hafi komið að fyrirtækinu sem var í erfiðri stöðu rétt eftir hrunið og hafi ásamt stjórn og stjórnendum félagsins leitt starfsemina til farsællar niðurstöðu með því að endurskipuleggja allan reksturinn, hagræða og byggja upp arðbæra alþjóðlega starfsemi. „Félagið er nú mun betur í stakk búið að takast á við verkefni næstu ára. Allur tækjabúnaður hefur verið endurnýjaður. Eftirspurn eftir framleiðslu kúabænda hefur aldrei verið meiri og vex stöðugt hér heima. Þriggja milljarða króna hagræðing í rekstrinum hefur skilað sér í lægra vöruverði og útflutningur og sala á þjónustu og þekkingu á sviði skyrframleiðslu skila verulegum ábata til framtíðar. Framundan er endurskoðun búvörulaga og gerð nýs búvörusamnings, sem móta rekstrarumgjörð bændanna og mjólkuriðnaðarins sem þeir eiga.“ Egill segir að fljótlega muni félagið hefja undirbúning Tengdar fréttir Mjólkureftirlitsmaðurinn sagður skaða orðstír Bernharðs bónda Siggi og Oddur Andri vilja njóta friðar á heimili sínu í Hörgárdalnum. 11. desember 2014 09:31 Vilja að MS-málið fái flýtimeðferð Félag atvinnurekenda leggur áherslu á að mál Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni, sem verður nú rannsakað á nýjan leik hjá Samkeppniseftirlitinu, fái flýtimeðferð. 17. desember 2014 14:41 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu, hefur ákveðið að láta af störfum 30. júní næstkomandi. Einar greindi stjórn Mjólkursamsölunnar frá þessu í gær, en hann hefur verið forstjóri félagsins frá 2009, og leitt umfangsmiklar breytingar á starfseminni hér heima og uppbyggingu erlendrar starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Málefni MS hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitið sektaði fyrirtækið um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. „Ég kom að rekstri Mjólkursamsölunnar fyrir sex árum og meginverkefnið hefur verið að koma á nýju skipulagi í mjólkurvinnslu á öllu landinu, endurnýja tækjabúnað, ná fram hámarkshagræðingu og byggja upp alþjóðlega starfsemi félagsins. Þetta hefur tekist vegna þess að Mjólkursamsalan hefur á að skipa frábærum og samhentum hópi starfsfólks og vegna þátttöku og stuðnings bænda sem eiga fyrirtækið,“ segir Einar Sigurðsson.Vinnur áfram fyrir MS erlendis „Ég tek þessa ákvörðun vegna breytinga sem verða á högum fjölskyldu minnar í lok júní. Við hjónin ákváðum fyrir um ári síðan að hverfa bæði úr mjög annasömum stjórnunarstörfum hér heima um mitt þetta ár og dvelja og starfa töluvert erlendis næstu misseri. Ég sný mér þar að nýjum verkefnum sem ég hef lengi haft áhuga á hrinda í framkvæmd, en jafnframt mun ég áfram vinna fyrir hönd Mjólkursamsölunnar að uppbyggingu nýs fyrirtækis með hópi fjárfesta til framleiðslu og sölu á skyri í Bandaríkjunum. Þar sem ég hef tekið þessa ákvörðun og skammt er til aðalfundar Mjólkursamsölunnar og deildafunda með kúabændum um land allt taldi ég rétt að greina frá þessu núna,“ segir Einar Sigurðsson. Einar segir að Mjólkursamsalan hafi fengist við ögrandi viðfangsefni á liðnu ári, fyrst vegna stóraukinnar eftirspurnar, sem fyrirtækið hafi unnið úr með bændum sem hafa stóraukið mjólkurframleiðslu, og síðar vegna samkeppnismála, þar sem tekist sé á um túlkun á samspili búvörulaga og samkeppnislaga. „Ég vona að það takist að ljúka þeim málum áður en ég hætti nú í sumar.“Segir fyrirtækið betur í stakk búið nú en fyrir fimm árum Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og stjórnarformaður Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu, segir að mikil eftirsjá verði af Einari. Hann hafi komið að fyrirtækinu sem var í erfiðri stöðu rétt eftir hrunið og hafi ásamt stjórn og stjórnendum félagsins leitt starfsemina til farsællar niðurstöðu með því að endurskipuleggja allan reksturinn, hagræða og byggja upp arðbæra alþjóðlega starfsemi. „Félagið er nú mun betur í stakk búið að takast á við verkefni næstu ára. Allur tækjabúnaður hefur verið endurnýjaður. Eftirspurn eftir framleiðslu kúabænda hefur aldrei verið meiri og vex stöðugt hér heima. Þriggja milljarða króna hagræðing í rekstrinum hefur skilað sér í lægra vöruverði og útflutningur og sala á þjónustu og þekkingu á sviði skyrframleiðslu skila verulegum ábata til framtíðar. Framundan er endurskoðun búvörulaga og gerð nýs búvörusamnings, sem móta rekstrarumgjörð bændanna og mjólkuriðnaðarins sem þeir eiga.“ Egill segir að fljótlega muni félagið hefja undirbúning
Tengdar fréttir Mjólkureftirlitsmaðurinn sagður skaða orðstír Bernharðs bónda Siggi og Oddur Andri vilja njóta friðar á heimili sínu í Hörgárdalnum. 11. desember 2014 09:31 Vilja að MS-málið fái flýtimeðferð Félag atvinnurekenda leggur áherslu á að mál Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni, sem verður nú rannsakað á nýjan leik hjá Samkeppniseftirlitinu, fái flýtimeðferð. 17. desember 2014 14:41 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Mjólkureftirlitsmaðurinn sagður skaða orðstír Bernharðs bónda Siggi og Oddur Andri vilja njóta friðar á heimili sínu í Hörgárdalnum. 11. desember 2014 09:31
Vilja að MS-málið fái flýtimeðferð Félag atvinnurekenda leggur áherslu á að mál Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni, sem verður nú rannsakað á nýjan leik hjá Samkeppniseftirlitinu, fái flýtimeðferð. 17. desember 2014 14:41
Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11