Íslenskir fagfjárfestar bætast í hóp hluthafa Verne Global Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:52 Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. vísir/gva Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka. Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Verne Global hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir allt að 98 milljónir bandaríkjadala. SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, kemur ásamt hópi lífeyrissjóða, nýr inn í hluthafahóp félagsins en þetta kemur fram í tilkynningu frá Verne Global . Stærstu hluthafar Verne Global fyrir hlutafjáraukninguna – Wellcome Trust, Novator Partners og General Catalyst, tóku einnig þátt í hækkuninni. Í tilkynningunni segir að Verne Global muni nota hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fjármögnunin gerir það að verkum að Verne Global getur ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta vaxandi eftirspurn frá núverandi og nýjum viðskiptavinum. „Hið mikla magn nýrra gagna sem verða til og eru unnin á hverjum degi leiðir til þess að markaðurinn hefur endurmetið þörf sína fyrir gagnavörslu, gagnavinnslu og hvar þessi þjónusta fer fram,” segir Jeff Monroe, forstjóri Verne Global. Hann segir að til að ná árangri í hagkerfi sem sé drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skipti aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. „Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.” „Við erum ánægðir með að koma inn í hluthafahóp Verne Global og styðja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og þróun gagnaversiðnaðar á Íslandi,“ segir Arnar Ragnarsson sjóðstjóri hjá SÍA II. „Verne Global hefur á að skipa öflugu starfsfólki og býður viðskiptavinum sínum upp á samkeppnishæfa vöru. Við teljum allar forsendur vera fyrir hendi til að byggja á þeim árangri sem fyrirtækið hefur náð enda fer þörfin eftir þjónustu þess vaxandi sem og vægi þeirrar sérstöðu Verne Global sem felst í staðsetningu þess á Íslandi. ” „Það er ánægjulegt að fá SÍA II og lífeyrissjóði í hluthafahóp Verne Global. Við höfum sýnt fram á það með samstarfi við stóra alþjóðlega viðskiptavini að Ísland er ákjósanlegur staður fyrir gagnaver og það er spennandi fyrir okkur að fá breiðan hóp íslenskra fjárfesta að fyrirtækinu til að taka þátt í uppbyggingu þess,” segir Isaac Kato, fjármálastjóri Verne Global. Arctica Finance var ráðgjafi Verne Global við fjármögnunina. Verne Global er fyrirtæki í þróun orkunýtinna gagnavera á svæði félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Félagið býður viðskiptavinum sínum öruggar og skalalegar gagnaverslausnir sem fela í sér mikið kostnaðarhagræði og nýta hreina endurnýtanlega orkukosti Íslands. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa ólíkar þarfir en hafa kosið að staðsetja ákveðna þætti í upplýsingatæknivinnslu sinna fyrirtækja hjá Verne á Íslandi, en meðal stærstu viðskiptavina eru stór alþjóðleg fyrirtæki eins og BMW, RMS, Datapipe, Colt og CCP. SÍA II er framtakssjóður í rekstri Stefnis hf. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 40 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011. Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 415 milljarða í virkri stýringu. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Félagið var stofnað árið 1996 og er dótturfélag Arion banka.
Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira