Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, finna fyrir áhuga ýmissa aðila í afþreyingargeiranum sem vilja koma Tulipop-heiminum í tölvuleiki eða sjónvarp. Slík verkefni eru hafin en á byrjunarstigi, eins og kemur fram í viðtali við þær Helgu og Signýju í nýjasta tölublaði Markaðarins sem kom út í dag.
Þar er einnig fjallað um áhrif olíuverðslækkunarinnar á verkefnastöðu olíuþjónustufyrirtækisins Fáfnis Offshore, áhuga danska bruggrisans Mikkeller á að opna bjórbar í Reykjavík og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að heimila samruna Samherja og Slippsins á Akureyri.
Stjórnarmaðurinn og Skjóðan eru á sínum stað. Daði Kristjánsson, nýráðinn framkvæmdastjóri H.F. verðbréfa, fer yfir sinn stutta en áhugaverða starfsferil í Svipmyndinni og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar um nýsköpun á nýju ári.
Markaðurinn í dag: Tulipop í tölvuleiki eða sjónvarp?

Tengdar fréttir

Mikkeller vill opna bjórbar í Reykjavík
Viðræður eru í gangi á milli hóps sem tengist eigendum Kex Hostels og bjórframleiðandans Mikkeller um opnun bjórbars í Reykjavík.

Vinna fyrir Shell en lækkun olíuverðs setur strik í reikninginn
Framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore segir mikla lækkun olíuverðs hafa komið á óvart.

Mikill áhugi á ævintýraheimi Tulipop frá leikfanga- og afþreyingariðnaði
Þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, finna fyrir áhuga ýmissa aðila í afþreyingargeiranum sem vilja koma Tulipop-heiminum í tölvuleiki eða sjónvarp. Slík verkefni eru hafin en á byrjunarstigi.

Samherji fær að eiga meirihluta í Slippnum
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Samherja á 80 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu ESTIA hf. Samherji er eftir kaupin meirihlutaeigandi í Slippnum Akureyri hf.