Viðskipti innlent

Fá ekki gögn frá Fjármálaeftirlitinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur hafnaði kröfunni.
Hæstiréttur hafnaði kröfunni. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur hafnað kröfu tryggingafélagsins Brit Insurance LTd. og fleiri um að Fjármálaeftirlitið láti af hendi gögn um gamla Landsbankann. 

Tryggingafélagið hugðist nota gögnin í þremur málum sem slitabú gamla Landsbankans, LBI hf, hefur höfðað gegn Brit Insurance og fleiri aðilum, en einnig á hendur nokkrum stjórnendum og stjórnarmönnum gamla Landsbankans. 

Þau gögn sem Brit Insurance krefst þess að verði afhent eru tilgreind í tólf liðum í kröfunni. Þar á meðal eru allir listar Fjármálaeftirlitsins yfir málsgögn sem varða gamla Landsbankann, afrit af öllum ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins sem varða gamla Landsbankann, afrit af öllum tilkynningum og kærum sem Fjármálaeftirlitið hefur sent til embættis sérstaks saksóknara varðandi gamla Landsbankann, stjórnendur hann og starfsmenn. 

Dóma Hæstaréttar má sjá hér, hér og hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×