Hafa ekkert heyrt af tómatagróðurhúsinu Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2015 07:00 Bæjaryfirvöld í Grindavík gerðu ekki ráð fyrir tekjum af verkefninu í fjárhagsáætlun ársins 2015. Mynd/Oddgeir Karlsson Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa í tæpa fjóra mánuði ekki heyrt í forsvarsmönnum hollenska fyrirtækisins EsBro, sem áformar að reisa 150 þúsund fermetra tómatagróðurhús í um tíu kílómetra fjarlægð frá bænum. „Það hefur ekkert frést af þessu þannig að við erum ekki að gera ráð fyrir þessu í okkar plönum. En ef það kemur einhver sem vill gera þetta þá er allt tilbúið,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. EsBro hefur áform um gróðurhús undir framleiðslu á tómötum til útflutnings en verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi í Grindavík í október 2013. Kristján Eysteinsson, starfsmaður EsBro og umsjónarmaður verkefnisins hér á landi, segir ekki búið að blása verkefnið af. „Staðan er óbreytt frá því í sumar en það hefur reynst erfitt að fjármagna verkefnið. Þar spilar ýmislegt inn í og þar á meðal gjaldeyrishöftin og að fjárfestar hafa ekki verið neitt sérlega æstir í að fara til Íslands með peninga.“ Upphaflegar áætlanir EsBro gerðu ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast á síðasta ári. Kristján gerir ráð fyrir að það skýrist á næstu vikum hvort af framkvæmdum verður. „Ég hef sagt það áður að það verður að fara að skýrast hvort af þessu verður eða ekki því orkusamningar og drög að þeim hafa ekkert eilíft gildi,“ segir Kristján. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa í tæpa fjóra mánuði ekki heyrt í forsvarsmönnum hollenska fyrirtækisins EsBro, sem áformar að reisa 150 þúsund fermetra tómatagróðurhús í um tíu kílómetra fjarlægð frá bænum. „Það hefur ekkert frést af þessu þannig að við erum ekki að gera ráð fyrir þessu í okkar plönum. En ef það kemur einhver sem vill gera þetta þá er allt tilbúið,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. EsBro hefur áform um gróðurhús undir framleiðslu á tómötum til útflutnings en verkefnið var fyrst kynnt á íbúafundi í Grindavík í október 2013. Kristján Eysteinsson, starfsmaður EsBro og umsjónarmaður verkefnisins hér á landi, segir ekki búið að blása verkefnið af. „Staðan er óbreytt frá því í sumar en það hefur reynst erfitt að fjármagna verkefnið. Þar spilar ýmislegt inn í og þar á meðal gjaldeyrishöftin og að fjárfestar hafa ekki verið neitt sérlega æstir í að fara til Íslands með peninga.“ Upphaflegar áætlanir EsBro gerðu ráð fyrir að framkvæmdir myndu hefjast á síðasta ári. Kristján gerir ráð fyrir að það skýrist á næstu vikum hvort af framkvæmdum verður. „Ég hef sagt það áður að það verður að fara að skýrast hvort af þessu verður eða ekki því orkusamningar og drög að þeim hafa ekkert eilíft gildi,“ segir Kristján.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira