Viðskipti innlent

Bensínlítrinn undir 200 krónur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Ólafur Hall­dórs­son.
Jón Ólafur Hall­dórs­son. vísir/vilhelm
Olís og ÓB hafa lækkað verð á bensíni og er það nú komið niður fyrir 200 krónur lítrinn, nánar til tekið í 199,6 krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Stefna okkar er að bjóða alltaf upp á eldsneyti á góðu verði og það eru skemmtileg tímamót að geta aftur farið undir 200 krónurnar,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olíuverslunar Íslands.

Jón Ólafur bendir á að heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað hratt undanfarna mánuði sem hafi haft í för með sér mikla lækkun á bensínverði.

„Síðan í júní á síðasta ári hefur bensínlítrinn lækkað um rúmar 50 kr. Á sama tíma hefur dollarinn reyndar styrkst töluvert gagnvart krónunni og ef ekki væri fyrir það væri verðið enn lægra.“

Hann segir þróunina engu að síður ánægjulega, ekki síst fyrir neytendur sem hafa ekki notið jafn lágs bensínverðs í fimm ár.

Eins og sjá má hér hafa olíufyrirtækin flest lækkað verð sitt niðurfyrir 200 krónur á lítrinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×