Fleiri fréttir

Hundruð milljarða í húfi

Hundruð milljarða afskriftir blasa við fjármálastofnunum ef EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtrygging lána hér á landi sé óheimil.

Yellen fulltrúi aukins eftirlits

Jón Daníelsson hagfræðingur segir Janet Yellen fyrst og fremst helsti kandídatinn sem næsti Seðlabankastjóri Bandaríkjanna því henni sé treyst til að fylgja eftir stefnu stjórnarinnar sem er það að auka regluverk og draga úr áhættu á fjármálamörkuðum.

Dansar argentínskan tangó á kvöldin

Svana Helen Björnsdóttir starfar í fullu starfi sem stjórnarformaður Stika en situr á sama tíma í nokkrum stjórnum. Þegar hún er ekki í vinnunni stundar hún jóga og dansar argentínskan tangó við eiginmanninn.

Aukið samstarf fyrirtækja lykillinn

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir meginmarkmið klasasamstarfsins að auka verðmæti þeirra 56 fyrirtækja sem nú tilheyra klasanum með auknu samstarfi þeirra á milli.

Gjaldeyrir nægir ekki til afborgana banka

Litlar breytingar hafa orðið á fjármálastöðugleika landsins síðan í vor. Fjármálakerfið er sagt búa yfir umtalsverðum viðnámsþrótti. Óvissa er tengd slitameðferð föllnu bankanna og áhætta endurfjármögnun í erlendum gjaldmiðlum.

Yellen í Seðlabankann

Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefni í dag Janet Yellen sem næsta Seðlabankastjóra Bandaríkjanna.

Brynhildur nýr framkvæmdarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Marinox

Brynhildur Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdarstjóri Marinox ehf., framleiðanda UNA skincare húðvörulínunnar. Marinox ehf. er ungt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni.

WOW ætlar að ráða 28 flugmenn

WOW air hyggst ráða til sín 28 flugmenn og mun auglýsa stöðurnar á morgun. WOW air fær að öllum líkindum flugrekstarleyfi á næstu dögum.

House of Fraser líklega á hlutabréfamarkað

Svo gæti farið að verslunarkeðjan House of Fraser fari á hlutbréfamarkað næsta vor. Baugur Group keypti meirihluta í fyrirtækinu fyrir sjö árum og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

Hræringar vestra valda nokkrum ugg

Litlar breytingar hafa orðið á fjármálastöðugleika landsins á því hálfa ári sem liðið er síðan Seðlabankinn fjallaði síðast um þau mál. Fram kom í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra á kynningarfundi í morgun að fjármálakerfið búi yfir umtalsverðum viðnámsþrótti.

80 herbergja hótel rís í Mývatnssveit

80 herbergja hótel verður opnað í landi Arnarvatns í suðurhluta Mývatnssveitar næsta sumar. Hótelið verður þriggja stjörnu og hefur fengið heitið Hótel Laxá.

Laun viðskipta- og hagfræðinga hækkað um 20,7 prósent

Heildarlaun viðskiptafræðinga og hagfræðinga hafa hækkað um 20,7 prósent á síðustu tveimur árum. Miðgildi heildarlauna viðskipta og hagfræðinga er 729 þúsund krónur á mánuði miðað við árið 604 þúsund árið 2011.

Sektin verulega íþyngjandi

Valitor segir að 500 milljóna króna sekt Samkeppniseftirlitsins á fyrirtækið sé án fordæma og sé verulega íþyngjandi fyrir það.

Ekkert upp í skuldir Norðurpólsins

Engar eignir fundust í búi Verksmiðjunnar Norðurpólsins ehf. Verksmiðjan var áður skráður eigandi bleikt.is og var verksmiðjan í eigu Vefpressunnar.

Fljóta glaðvakandi að feigðarósi

Flokkarnir á Bandaríkjaþingi takast á um fjárlög ríkisins. Rekstur ríkisins hefur verið skertur síðustu vikuna en nú stefnir í óefni varðandi heimildir ríkissjóðs til að stofna til frekari skulda. Náist ekki samkomulag stefnir í greiðslufall ríkissjóðs með ófyrirséðum afleiðingum.

Uppkaupum Regins hvergi lokið

Eignasafn fasteignafélagsins Regis hefur stækkað um 26 prósent á þessu ári samkvæmt samantekt Greiningar Íslandsbanka.

Raungengi krónu lækkaði um 1,5 prósent

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 1,5 prósent milli mánaða í september á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 75 milljónum evra, jafnvirði 12,1 milljarði króna, í mánuðinum.

Söðlar um með RVK Studios

Baltasar Kormákur hefur endurreist framleiðslufyrirtæki sitt undir nafninu RVK Studios og hyggst veita sjónvarps- og kvikmyndagerðarfólki þjónustu í innlendum jafnt sem erlendum verkefnum.

Eign sjóða jókst um 0,06 prósent

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.541,7 milljörðum króna í lok ágúst og hafði aukist um 1,7 milljarða frá júlílokum, eða um 0,06 prósent.

Nýsköpunarhádegi Innovit

Fjallað verður um gjaldeyrishöft og áhrif þeirra á sprotafyrirtæki á fyrsta nýsköpunarhádegi Klak Innovit.

Fríverslunarviðræður tefjast

Röskun á starfsemi bandaríska ríkisins þar sem ekki hefur ekki tekist að fá ný fjárlög samþykkt gerir það að verkum að fríverslunarviðræðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins tefjast.

Fáar þjóðir vinna lengur

Ísland er í hópi þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á ævina. Engu að síður eru uppi hugmyndir um að seinka hér enn frekar töku ellilífeyris. Óumdeilt að breyta þarf lífeyrissjóðakerfinu. Nefnd er að störfum.

Aukning var mest fyrir vestan

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um fimm prósent milli ára og voru 259.800 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Tölurnar ná einungis til gististaða sem opnir eru allt árið.

Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum

Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu.

Myrkvi vann Evrópuverðlaun

Myrkvi frá Borg Brugghúsi náði Evrópumeistaratitli í flokki kaffi- og súkkulaðibættra bjóra á hátíðinni World Beer Awards 2013.

Endurfjármögnun lokið hjá N1

Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins, samkvæmt tilkynningu bankans. Bankinn veitir félaginu langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun.

Endurfjármögnun lána N1 lokið

Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins. Íslandsbandki veitir N1 langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun.

Sjá næstu 50 fréttir