Fáar þjóðir vinna lengur Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. október 2013 07:00 Á niðurleið. Dökkar horfur eru sagðar í lifeyrissjóðakerfi landsins og aðgerða þörf til þess að þeir fái staðið undir framtíðarskuldbindingum sínum. Fréttablaðið/Vilhelm „Einhverju þarf að breyta, það er vitað og óumdeilt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um lífeyrissjóðakerfið hér á landi. Í nýrri umfjöllun efnahagsritsins Vísbendingar er bent á að 673 milljarða króna vanti upp á að eignir sjóðanna og framtíðariðgjöld standi undir framtíðarskuldbindingum þeirra. Mest hallar á sjóði opinberra starfsmanna. Sagt er blasa við að þegar þurfi að hefja hækkun ellilífeyrisaldurs, svo sem með því að seinka töku ellilífeyris um einn til tvo mánáuði á hverju ári næstu árin. Ísland er engu að síður þegar meðal þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á elliárin samkvæmt samanburði landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hvað karla varðar vinna ekki aðrir lengur fram á ævina en Japanir, Kóreubúar og Mexíkóar. Íslenskar konur eru svo í sjöunda sæti í samanburði ríkja OECD. „Stór hluti vandans er að ævin er alltaf að lengjast sem hefur veruleg áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna á hverjum tíma,“ segir Þórey. Auknar lífslíkur segir hún vitanlega fagnaðarefni, en því fylgi að sá tími lengist sem sjóðirnir þurfi að greiða ellilífeyri.Þórey S. Þórðardóttir.Í umfjöllun Vísbendingar kemur fram með auknum lífslíkum hafi skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukist um eitt til eitt og hálft prósent. „Svo er nefnd starfandi um endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu,“ bætir Þórey við og áréttar um leið að lífeyrissjóðirnir séu flestir þannig að starfsemi þeirra sé partur af kjarasamningum og launakjörum hverrar stéttar. „Þetta er því nokkuð sem semja þarf um,“ segir hún og bætir við að grunnurinn að gildandi löggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna séu kjarasamningar frá því í desember 1995. „Og það eru allir meðvitaðir, hvort sem það er opinbera kerfið eða aðilar á almenna vinnumarkaðnum, um að grípa þurfi til einhverra aðgerða. Eitthvað þarf að gera. En það er nokkuð sem þessir aðilar þurfa að koma að og ég veit að verið er að ræða um.“ Verði ekki gripið til aðgerða segir Þórey hætt við að til verði ójafnvægi á milli kynslóða. „Það þarf að vera nokkurn veginn rétt sem greitt er úr sjóðunum og eðlilegt að þeir séu nokkurn veginn í jafnvægi á hverjum tíma.“. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Einhverju þarf að breyta, það er vitað og óumdeilt,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, um lífeyrissjóðakerfið hér á landi. Í nýrri umfjöllun efnahagsritsins Vísbendingar er bent á að 673 milljarða króna vanti upp á að eignir sjóðanna og framtíðariðgjöld standi undir framtíðarskuldbindingum þeirra. Mest hallar á sjóði opinberra starfsmanna. Sagt er blasa við að þegar þurfi að hefja hækkun ellilífeyrisaldurs, svo sem með því að seinka töku ellilífeyris um einn til tvo mánáuði á hverju ári næstu árin. Ísland er engu að síður þegar meðal þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á elliárin samkvæmt samanburði landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hvað karla varðar vinna ekki aðrir lengur fram á ævina en Japanir, Kóreubúar og Mexíkóar. Íslenskar konur eru svo í sjöunda sæti í samanburði ríkja OECD. „Stór hluti vandans er að ævin er alltaf að lengjast sem hefur veruleg áhrif á tryggingafræðilega stöðu sjóðanna á hverjum tíma,“ segir Þórey. Auknar lífslíkur segir hún vitanlega fagnaðarefni, en því fylgi að sá tími lengist sem sjóðirnir þurfi að greiða ellilífeyri.Þórey S. Þórðardóttir.Í umfjöllun Vísbendingar kemur fram með auknum lífslíkum hafi skuldbindingar lífeyrissjóðanna aukist um eitt til eitt og hálft prósent. „Svo er nefnd starfandi um endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu,“ bætir Þórey við og áréttar um leið að lífeyrissjóðirnir séu flestir þannig að starfsemi þeirra sé partur af kjarasamningum og launakjörum hverrar stéttar. „Þetta er því nokkuð sem semja þarf um,“ segir hún og bætir við að grunnurinn að gildandi löggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna séu kjarasamningar frá því í desember 1995. „Og það eru allir meðvitaðir, hvort sem það er opinbera kerfið eða aðilar á almenna vinnumarkaðnum, um að grípa þurfi til einhverra aðgerða. Eitthvað þarf að gera. En það er nokkuð sem þessir aðilar þurfa að koma að og ég veit að verið er að ræða um.“ Verði ekki gripið til aðgerða segir Þórey hætt við að til verði ójafnvægi á milli kynslóða. „Það þarf að vera nokkurn veginn rétt sem greitt er úr sjóðunum og eðlilegt að þeir séu nokkurn veginn í jafnvægi á hverjum tíma.“.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira