Viðskipti innlent

Laun viðskipta- og hagfræðinga hækkað um 20,7 prósent

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Verðlagsleiðrétt hækkun á miðgildum launa er 8,3 prósent á milli 2011 og 2013. Hjá körlum er hækkunin 8,0 prósent en 7,8 prósent hjá konum.
Verðlagsleiðrétt hækkun á miðgildum launa er 8,3 prósent á milli 2011 og 2013. Hjá körlum er hækkunin 8,0 prósent en 7,8 prósent hjá konum. mynd/Stefán Karlsson
Heildarlaun viðskiptafræðinga og hagfræðinga hafa hækkað um 20,7 prósent á síðustu tveimur árum. Þetta leiðir ný kjarakönnun á meðal félagsmanna í Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga í ljós.

Könnunin var framkvæmd af PWC og verður hún kynnt í heild sinni á opnum hádegisverðarfundi félagsins sem fram fer á morgun á Hilton hótel.

Miðgildi heildarlauna viðskipta og hagfræðinga er 729 þúsund krónur á mánuði miðað við árið 604 þúsund árið 2011. Kaupmáttur launa félagsmanna hefur einnig hækkað eftir samfellda lækkun frá árinu 2007, þegar kaupmátturinn var í sögulegu hámarki.

Verðlagsleiðrétt hækkun á miðgildum launa er 8,3 prósent á milli 2011 og 2013. Hjá körlum er hækkunin 8,0 prósent en 7,8 prósent hjá konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×