Bauhaus krefur starfsmenn um endurgreiðslu launa Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 15:11 Bauhaus er ein stærsta byggingavöruverslun landsins. Mynd/GVA Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Bauhaus hefur á síðustu vikum sent fjölmörgum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum sínum kröfu frá fyrirtækinu um endurgreiðslu á ofgreiddum launum. Um er að ræða launagreiðslu frá því í apríl, maí, júní og júlí árið 2012. Nokkrir starfsmannanna leituðu til stéttarfélags síns, VR, til að fá úr því skorið hvort fyrirtækið ætti endurkröfu á þá. Greint er frá þessu á heimasíðu VR í dag. Samkvæmt meginreglu vinnuréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu launa. Ofgreidd laun verða ekki endurkrafin nema um augljósa villu sé að ræða við launaútreikning sem hægt er að leiðrétta strax og varðar verulegar fjárhæðir. Þessi regla, sem hefur verið staðfest með dómum, byggir á því meginsjónarmiði að laun séu ætluð til framfærslu starfsmanns og hann megi ætla að þær greiðslur sem inntar eru af hendi séu honum til ráðstöfunar. Laun móttekin í góðri trú eru því almennt ekki endurkræf. Það er afstaða VR að þessi meginregla eigi við hvað þessi mál varðar og eru mistök við útreikning launanna því alfarið á ábyrgð Bauhaus. VR hefur þegar krafist þess skriflega að Bauhaus falli frá kröfum um endurgreiðslu launa. Fyrirtækið hefur hafnað því og líklegt verður að telja að útkljá verði í málum þessum fyrir dómstólum.Bauhaus hafnaði að afhenda lista yfir starfsmenn VR óskaði eftir því við Bauhaus að fá afhentan lista yfir þá starfsmenn fyrirtækisins sem málið varðar og eru félagsmenn í VR. Markmiðið var að upplýsa viðkomandi félagsmenn um stöðuna og benda þeim á réttindi þeirra. „Bauhaus hafnaði þessari ósk og verður að segja að sú afstaða fyrirtækisins kom á óvart. VR hefur leitast við að eiga uppbyggileg samskipti við fyrirtæki á vinnumarkaði með hagsmuni starfsmannanna að leiðarljósi. Í þessu tilviki verður ekki hjá því komist að upplýsa um stöðu málsins með þessum hætti, þar sem ná þarf til allra aðila er málið varðar. VR vill hvetja starfsmenn Bauhaus sem hafa fengið kröfu um endurgreiðslu vegna ofgreiddra launa eða orðið varir við að dregið hafi verið af launum þeirra til þess að hafa samband við kjarasvið félagsins í síma 510 1700 eða með því að senda erindi til vr@vr.is,“ segir í frétt VR um málið.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira