Viðskipti innlent

Uppkaupum Regins hvergi lokið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
 Meðal nýjustu kaupa Regins er fasteignin Austurstræti 16 í Reykjavík.
Meðal nýjustu kaupa Regins er fasteignin Austurstræti 16 í Reykjavík. Fréttablaðið/Hari
Eignasafn fasteignafélagsins Regis hefur stækkað um 26 prósent á þessu ári samkvæmt samantekt Greiningar Íslandsbanka.

Eignasafnið nam um áramót 152 þúsund fermetrum, en er nú sagt standa í 189 þúsund fermetrum. „Bókfært verð fasteigna Regins nam um 36 milljörðum króna í lok júní,“ segir í umfjöllun Greiningar.

Undanskilin eru kaup á VIST ehf. og á Austurstræti 16 í Reykjavík.

Stjórnendur Regins eru sagðir horfa til þess að eignasafn félagsins nái 300 þúsund fermetrum. Fasteignakaupum félagsins sé því síður en svo lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×