Toppfiskur ehf. greiði Glitni banka hf. 250 milljónir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. október 2013 16:06 Glitnir banki hf. hafði sigur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtækið Toppfiskur ehf. til að greiða Glitni banka hf. tæplega 250 milljónir ásamt dráttarvöxtum vegna 14 afleiðuskiptasamninga. Toppfiskur ehf. sem hafði tekjur sínar að mestu í erlendri mynt mun hafa gert samningana til að takmarka gengisáhættu félagsins í rekstrinum. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnisbanka og skipaði honum skilanefnd, með heimild í neyðarlögunum svokölluðu. Réttindi og skyldur samkvæmt afleiðingusamningum fluttust þó ekki með öðrum eignum yfir í nýja bankann þegar hann var stofnaður. Taldi Glitnir að Toppfiski bæri að greiða skuld sína við bankann samkvæmt afleiðusamningunum 14. Samningarnir hafi komist á og verið framkvæmdir í samræmi við íslensk lög, samningsskilmála og venjubundna markaðsframkvæmd. Samningarnir séu óuppgerðir og Toppfiskur hafi ekki greitt skuld sína við bankann þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Toppfiskur hélt því fram í sýknukröfu sinni að afleiðusamningarnir væru ógildir. Glitnir hafi brotið gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti, reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtæki ásamt þeim tilskipunum Evrópusambandsins sem lögin eru byggð á. Þá hélt Toppfiskur því fram að félagið teldist ekki vera fagfjárfestir heldur almennur fjárfestir og því ekki verið hæfur til að gera slíka samninga. Þá byggði Toppfiskur sýknukröfu sína einnig á því að Glitnir hefði vanefnt samninga sína frá og með því tímamarki sem bankinn varð ógjaldfær samkvæmt eigin yfirlýsingum. Þannig væri Toppfiskur óskuldbundinn af þeim samningum sem sem um sé að tefla í málinu. Að síðustu byggði Toppfiskur sýknukröfu sína á því að ósanngjarnt væri og andstætt góðri viðskiptavenju að Glitnir innheimti kröfur sínar á grundvelli gjaldmiðlaskiptasamninga, enda væru forsendur þeirra brostnar. Vísaði Toppfiskur til algers markaðsbrests og vangetu bankans til að efna samningana og byggði á því að samningarnir væru ósanngjarnir vegna atvika sem síðar komu til og því bæri að ógilda þá eða víkja þeim til hliðar að öllu leyti. Dómurinn féllst ekki á málsástæður Toppfisks ehf. í málinu og dæmdi félagið til að greiða Glitni banka hf. í samræmi við kröfur bankans. Fyrirsvarsmenn Toppfisks ehf. eru vonsviknir með niðurstöðu héraðsdóms og fremur undrandi. Ákveðið hefur verið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtækið Toppfiskur ehf. til að greiða Glitni banka hf. tæplega 250 milljónir ásamt dráttarvöxtum vegna 14 afleiðuskiptasamninga. Toppfiskur ehf. sem hafði tekjur sínar að mestu í erlendri mynt mun hafa gert samningana til að takmarka gengisáhættu félagsins í rekstrinum. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnisbanka og skipaði honum skilanefnd, með heimild í neyðarlögunum svokölluðu. Réttindi og skyldur samkvæmt afleiðingusamningum fluttust þó ekki með öðrum eignum yfir í nýja bankann þegar hann var stofnaður. Taldi Glitnir að Toppfiski bæri að greiða skuld sína við bankann samkvæmt afleiðusamningunum 14. Samningarnir hafi komist á og verið framkvæmdir í samræmi við íslensk lög, samningsskilmála og venjubundna markaðsframkvæmd. Samningarnir séu óuppgerðir og Toppfiskur hafi ekki greitt skuld sína við bankann þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Toppfiskur hélt því fram í sýknukröfu sinni að afleiðusamningarnir væru ógildir. Glitnir hafi brotið gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti, reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtæki ásamt þeim tilskipunum Evrópusambandsins sem lögin eru byggð á. Þá hélt Toppfiskur því fram að félagið teldist ekki vera fagfjárfestir heldur almennur fjárfestir og því ekki verið hæfur til að gera slíka samninga. Þá byggði Toppfiskur sýknukröfu sína einnig á því að Glitnir hefði vanefnt samninga sína frá og með því tímamarki sem bankinn varð ógjaldfær samkvæmt eigin yfirlýsingum. Þannig væri Toppfiskur óskuldbundinn af þeim samningum sem sem um sé að tefla í málinu. Að síðustu byggði Toppfiskur sýknukröfu sína á því að ósanngjarnt væri og andstætt góðri viðskiptavenju að Glitnir innheimti kröfur sínar á grundvelli gjaldmiðlaskiptasamninga, enda væru forsendur þeirra brostnar. Vísaði Toppfiskur til algers markaðsbrests og vangetu bankans til að efna samningana og byggði á því að samningarnir væru ósanngjarnir vegna atvika sem síðar komu til og því bæri að ógilda þá eða víkja þeim til hliðar að öllu leyti. Dómurinn féllst ekki á málsástæður Toppfisks ehf. í málinu og dæmdi félagið til að greiða Glitni banka hf. í samræmi við kröfur bankans. Fyrirsvarsmenn Toppfisks ehf. eru vonsviknir með niðurstöðu héraðsdóms og fremur undrandi. Ákveðið hefur verið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent